Engin ákvörðun um framlengingu gæsluvarðhalds

mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn eru sjö í gæslu­v­arðhaldi vegna mann­dráps­ins í Rauðagerði, sex karl­menn og ein kona. Mar­geir Sveins­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn sem fer með rann­sókn máls­ins seg­ir að ekki hafi verið tek­in ákvörðun um það hvort gæslu­v­arðhald verður fram­lengt yfir manni sem lýk­ur gæslu­v­arðhaldi á morg­un. 

Eins og fram hef­ur komið er rann­sókn­in afar um­fangs­mik­il og verið að fara yfir síma­gögn og seg­ir Mar­geir að það sé tíma­frek vinna. Yf­ir­heyrsl­ur og úr­vinnsla gagna halda áfram.

Rannsóknin er tímafrek vinna.
Rann­sókn­in er tíma­frek vinna. Mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir
mbl.is