Loðnufrystingu lokið í Neskaupstað

Börkur NK á Skjálfanda á dögunum en skipið fór síðan …
Börkur NK á Skjálfanda á dögunum en skipið fór síðan á Breiðafjörð. „Það er hálf­gerð bræla hér á Breiðafirðinum og við erum bara í biðstöðu,“ seg­ir Hálf­dan Hálf­dan­ar­son, skip­stjóri á Berki NK. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Loðnu­fryst­ingu á yf­ir­stand­andi loðnu­vertíð er lokið í fiskiðju­ver­inu í Nes­kaupstað og er beðið eft­ir að hrogna­taka hefj­ist, að því er fram kem­ur í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Börk­ur NK er stadd­ur á Breiðafirði, Beit­ir NK er á leiðinni vest­ur fyr­ir land og Bjarni Ólafs­son AK er ný lagður frá Hafn­ar­fjarðar­höfn.

Hálf­dan Hálf­dan­ar­son, skip­stjóri á Berki NK, kveðst ekki al­veg viss hvenær megi bú­ast við að veiðar á hrognaloðnunni hefj­ist.

„Það er hálf­gerð bræla hér á Breiðafirðinum og við erum bara í biðstöðu. Í augna­blik­inu höf­um við líka lítið séð en það mun breyt­ast þegar skip­um fjölg­ar hérna og veðrið lag­ast. Veðrið á að ganga niður í dag og ég held að eigi að verða fínt veður á morg­un. Síðan er það bara spurn­ing­in hvort loðnan er til­bú­in til hrogna­tök­unn­ar,“ seg­ir Hálf­dan.

Polar Amaroq.
Pol­ar Amar­oq. Ljós­mynd/​Eyjolf­ur Vil­bergs­son

Fram kem­ur í færsl­unni að græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq, sem fryst­ir loðnu um borð, hafi landað full­fermi sex sinn­um á vertíðinni. Skipið landaði á laug­ar­dag og lá síðan inni á Faxa­flóa að frysta afla á meðan á bræl­unni yfir helg­ina stóð, en afl­inn var geymd­ur í tönk­um skips­ins á meðan landað var.

„Við erum núna í sjö­unda túr og það hef­ur allt gengið eins og í sögu. Vinnsl­an hef­ur gengið vel og veiðin verið góð. Við fór­um út klukk­an sex í morg­un og erum núna suðvest­ur af Garðskaga að leita,“ seg­ir Ólaf­ur Sig­urðsson stýri­maður.

mbl.is