Í lykilstöðu hjá stóru sjávarútvegsfyrirtæki

Marta Möller, verkstjóri í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), og dóttirin …
Marta Möller, verkstjóri í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), og dóttirin Ragnheiður Rut nýta gott veður til útivistar. Óskar Pétur Friðriksson

Marta Möller, verk­stjóri í Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um (VSV), er Eyja­kona í húð og hár, fædd 1990 og hef­ur komið sér vel fyr­ir með dótt­ur­inni, Ragn­heiði Rut Ólafs­dótt­ur Möller, í gömlu húsi við Vest­manna­braut­ina.

Hún ólst upp við hefðbundn­ar aðstæður í Vest­manna­eyj­um. Kláraði grunn­skól­ann, byrjaði ung að vinna í fiski, stundaði og þjálfaði fim­leika af krafti. Núna er hún verk­stjóri yfir allri bol­fisk­vinnslu í Vinnslu­stöðinni. Þar er í mörg horn að líta og vinnu­dag­ur­inn oft lang­ur. Ekki varð Covid-19 til að létta róður­inn en með sam­stöðu allra hef­ur tek­ist að sigla fram hjá öll­um skerj­um og enn sem komið er hef­ur stars­fólkið og um leið Vinnslu­stöðin í heild sloppið vel í bar­átt­unni við þenn­an ófögnuð.

„Ég byrjaði að vinna hjá pabba þegar hann var yfir salt­fisk­in­um í VSV og ég í átt­unda og ní­unda bekk. Það gaf meiri pen­ing og meiri vinnu en ung­linga­vinn­an. Góður fé­lags­skap­ur, hresst og skemmti­legt lið og marg­ir sem eru að vinna þarna enn þann dag í dag,“ seg­ir Marta.

Unnið hörðum höndum.
Unnið hörðum hönd­um. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

En lífið er ekki bara salt­fisk­ur. „Ég æfði fim­leika í þrett­án ár og þjálfaði í ein fimm eða sex ár. Var byrjuð að þjálfa með skóla og hélt því áfram þangað til ég var átján ára. Í dag er ég byrjuð aft­ur að æfa fim­leika, svo­kallaða full­orðins­fim­leika. Í nokk­ur ár vann ég í versl­un­um en ein­hvern veg­inn lá leiðin alltaf aft­ur í Vinnslu­stöðina.“

Marta byrjaði á gólf­inu en svo lá leiðin upp á við. „Ég var í eft­ir­lit­inu, næst flokks­stjóri á vökt­um í síld, loðnu og mak­ríl þar sem unnið var á vökt­um all­an sól­ar­hring­inn. Árið 2019 fannst mér nóg komið af vökt­um. Hentaði illa fyr­ir heim­il­is­lífið og dótt­ur­ina og þá er mér boðin verk­stjórastaðan í bol­fiskn­um. Ég er yfir botn­fisksaln­um, humr­in­um sem og öðru. Við verk­stjór­arn­ir og flokks­stjór­ar allra deilda vinn­um þetta sem heild. Ég með áherslu á botn­fisksal­inn og hef yf­ir­um­sjón yfir vinnsl­unni sem er mitt aðalsvið. En það teng­ist á end­an­um í öll­um deild­um.“

Heppn­ar mæðgur

Í dag eru á milli 60 og 70 manns í vinnsl­unni sem er hinn fasti kjarni. „Svo fjölg­ar á vertíðinni þegar vinnsl­an fer á fullt í salt­fiski og loðnan sem við fáum loks­ins kall­ar á auk­inn mann­skap.“

Dag­ur­inn er tek­inn snemma í fisk­in­um og sjálf er Marta kom­in á fæt­ur fyr­ir all­ar ald­ir. „Vinnsl­an er frá klukk­an tíu mín­út­ur í sjö á morgn­ana til tíu mín­út­ur yfir þrjú eft­ir há­degi. Það er hefðbund­inn vinnu­tími. Við mæðgurn­ar vökn­um klukk­an sex og ég er mætt ekki seinna en hálf­sjö. Um hálf­átta þegar allt er komið í gang fer ég heim og græja Ragn­heiði Rut fyr­ir skól­ann, sem tek­ur tíu mín­út­ur. Við eig­um frá­bæra fjöl­skyldu hér í Eyj­um sem hjálp­ar okk­ur mikið. Afi Gústi og amma Fríða skutla henni í skól­ann áður en þau fara í morg­un­göng­una sína og ég fer aft­ur í vinnu. Þegar ég þarf að mæta fyrr fær Ragn­heiður Rut að sofa hjá ömm­um sín­um og öfum, ömmu Rut og afa Jonna og Fríðu og Gústa. Þau eru okk­ar kjarni hér í Eyj­um og við erum ein­stak­lega heppn­ar mæðgur.“

Þetta breyt­ist þegar vakt­ir eru. „Þá er unnið frá því fimm á morgn­ana til fimm eða hálf­sex á dag­inn. Tólf tím­ar og get­ur verið meira.“

Sam­skipti á tákn­máli

Ef hægt er að tala um blandaða vinnustaði á það við fisk­vinnslu út um land allt. Í VSV er um helm­ing­ur starfs­fólks­ins af er­lend­um upp­runa.

„Mest eru þetta Pól­verj­ar og Portú­gal­ar og sam­skipt­in ganga vel. Flest­ir kunna eitt­hvað í ensku og marg­ir Pól­verj­arn­ir, sem hafa sest hér að og eru komn­ir með fjöl­skyldu og börn, hafa lært ís­lensku. Ann­ars not­ar maður bara tákn­mál og helstu orð sem fólk skil­ur. Við erum með tvo pólska flokks­stjóra. Ann­ar tal­ar reiprenn­andi ís­lensku og hinn ensku og það hjálp­ar mikið. Þetta er hörkudug­legt fólk sem gam­an er að vinna með. Það er góður mórall, all­ir að vinna sam­an, hjálp­ast að og verk­efnið er bara eitt, að klára dag­inn sem best.“

Gríðarlegt magn af fiski ratar í gegnum Vinnslustöðina á hverju …
Gríðarlegt magn af fiski rat­ar í gegn­um Vinnslu­stöðina á hverju ári. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Mikl­ar kröf­ur

Fisk­ur sem fer um hend­ur fisk­vinnslu­fólks á Íslandi í dag er afurð sem oft­ar en ekki fer beint á disk neyt­enda og það eru gerðar mikl­ar kröf­ur um nýt­ingu hrá­efn­is, meðferð og hrein­læti. „Við erum að vinna með mat og áhersl­an því mik­il á hrein­læti. Tyggjó og eyrna­lokk­ar eru bannaðir. Þú ferð aldrei inn í vinnsl­una nema með hár­net og ekk­ert má standa út af. Karl­ar með skegg eru með skegg­net og all­ir með erma­hlíf­ar og þú snert­ir ekki afurðina án þess að vera í hönsk­um.“

Þegar talið berst að stöðu fisk­verka­fólks al­mennt og viðhorfi fólks til starfa í sjáv­ar­út­vegi seg­ist Marta vera sátt. „Ég væri ekki í fiski ef ég væri ósátt, alls ekki. Mér líður vel og finnst vinn­an skemmti­leg. Hún er fjöl­breytt og maður er alltaf að læra eitt­hvað nýtt. Mikið um að vera og líf og fjör. Ég get ekki kvartað und­an starfs­fólk­inu okk­ar. Það virðir mig sem yf­ir­mann en sem verk­stjóri er ég ekki að setja mig á hærri hest en aðrir. Vil frek­ar hafa fólkið með en á móti.

Þegar ég seg­ist vinna sem verk­stjóri í fiski, spyr fólk hvað ég sé göm­ul. Ég svara því og þá er næsta spurn­ing: Hvað ertu búin að vera lengi verk­stjóri? Það vek­ur at­hygli að þrítug stelpa úr Eyj­um sé í þess­ari stöðu hjá stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki,“ sagði Marta að end­ingu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: