Kórónukreppan minni en spáð var

Þegar út­litið var hvað dekkst og óviss­an hvað mest spáðu sér­fræðing­ar allt að 18% sam­drætti lands­fram­leiðslu út af kór­ónukrepp­unni. Töl­ur Hag­stof­unn­ar benda hins veg­ar til að sam­drátt­ur­inn hafi verið 6,6% í fyrra sem er minna en bank­arn­ir og Seðlabank­inn áætluðu í spám sín­um.

Kon­ráð S. Guðjóns­son, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs, seg­ir þetta ánægju­efni.

„Það má segja að besta sviðsmynd­in hafi ræst sem er afar ánægju­legt,“ seg­ir Kon­ráð.

Engu að síður er þetta ann­ar mesti sam­drátt­ur frá seinna stríði en árið 2009 mæld­ist 7,7% sam­drátt­ur.

Þá benda viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar á að út­flutn­ing­ur hafi dreg­ist sam­an um 350 millj­arða milli ára 2019 og 2020, eða um tæp­an millj­arð á dag. Mót­vægisaðgerðir hafi mildað höggið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina