Tímamót á loðnuvertíðinni

Hoffell SU á loðnuveiðum. Skipið mun innan tíðar halda til …
Hoffell SU á loðnuveiðum. Skipið mun innan tíðar halda til veiða á loðnu sem fer öll í hrognatöku. mbl.is/Börkur Kjartansson

Komið er að tíma­mót­um á loðnu­vertíðinni og er loðnu­fryst­ingu nú víðast hvar lokið. Næsta skref er að hefja hrogna­töku, en megnið af loðnunni sem ís­lensku skip­in veiða mun fara í hrogna­töku þar sem hrogn­in eru lík­lega verðmæt­asti hluti teg­und­ar­inn­ar.

„Fryst­ingu á kven­loðnu er lokið. Við vor­um að klára það núna um helg­ina og nú erum við að búa okk­ur und­ir það að taka það sem eft­ir er í hrogn,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar hf. á Fá­skrúðsfirði.

Íslensku skip­in hafa landað rúm­lega 23 þúsund tonn­um af loðnu á yf­ir­stand­andi vertíð og seg­ir Friðrik allt benda til þess að þeim 46 þúsund tonn­um, sem eft­ir eru af 70 þúsund tonna afla­marki ís­lenskra skipa í loðnu, verði ráðstafað í hrogna­töku eða tæp­um 66 pró­sent­um af afl­an­um.

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.
Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Allt í vinnslu

Friðrik viður­kenn­ir að loðnu­vertíðin sé held­ur stutt að þessu sinni enda ekki um mik­inn kvóta að ræða. „Þetta er ekk­ert magn. Hér áður vor­um við að taka um eina millj­ón tonna og al­gengt að þetta væri 700 þúsund tonn. Þetta er bara í tvo inn­kaupa­poka núna,“ seg­ir hann.

Mik­il spurn er nú eft­ir loðnu­af­urðum og vegna þessa fer all­ur fisk­ur sem veiðist í vinnslu. „Þegar er svona lítið magn fer ekk­ert í bræðslu,“ út­skýr­ir Friðrik og bæt­ir við að sá fisk­ur sem fer í hrogna­töku fari í kjöl­farið í bræðslu, en þá hef­ur verðmæt­asti hlut­inn verið tek­inn úr fisk­in­um.

Loðnu­vinnsl­an hef­ur tekið við tæp­lega 4 þúsund tonna afla til vinnslu úr 12 norsk­um skip­um og um 500 tonn­um úr Hof­felli, þeirra eig­in skipi, að sögn Friðriks. Hann seg­ir norsku skip­in skila mik­il­vægri viðbót, en skip Loðnu­vinnsl­unn­ar veiða aðeins um 2.500 tonn sam­kvæmt út­hlut­un afla­marks.

mbl.is