Hrognavertíðin að komast á fullt

Við hrognavinnslu fer loðnan í gegnum talsvert ferli. Rakel Hilmarsdóttir, …
Við hrognavinnslu fer loðnan í gegnum talsvert ferli. Rakel Hilmarsdóttir, starfsmaður Vignis G. Jónssonar, setur loðnuhrognin í poka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágæt loðnu­veiði hef­ur verið á Faxa­flóa síðan um há­degi á mánu­dag og loðnan hentað vel til hrogna­vinnslu. Ef vel geng­ur gæti vertíð lokið á um viku­tíma. Mörg skip­anna hafa fengið góðan afla og þannig hef­ur Ven­us NS landað tví­veg­is á Akra­nesi, 650 og um 2.000 tonn­um, og Beit­ir NK var vænt­an­leg­ur til Nes­kaupstaðar í gær­kvöldi með um 2.000 tonn.

Útgerðirn­ar reyna að haga veiðum þannig að skip­in komi inn til lönd­un­ar með hæfi­legu milli­bili. Þannig var reiknað með að Vík­ing­ur kæmi til lönd­un­ar hjá Brimi á Akra­nesi þegar búið væri að landa úr Ven­usi. Sömu sögu er að segja af skip­um Eskju, svo dæmi séu tek­in, Aðal­steinn Jóns­son var á miðunum í gær, en þegar hann held­ur heim á leið taka Jón Kjart­ans­son og síðan Guðrún Þor­kels­dótt­ir til við veiðar.

Loðna - Ástþór Örn Árnason, bóndi í Miðdal í Skagafirði, …
Loðna - Ástþór Örn Árna­son, bóndi í Miðdal í Skagaf­irði, vinn­ur við hreins­un hrogna. Hóp­ur fólks sem teng­ist land­búnaði kem­ur að vertíðinni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Skagfirðingurinn Stefán Gísli Haraldsson fylgist með hreinsunarferlinu hjá Brimi á …
Skag­f­irðing­ur­inn Stefán Gísli Har­alds­son fylg­ist með hreins­un­ar­ferl­inu hjá Brimi á Akra­nesi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað var í gær fjallað um hrogna­vertíðina und­ir fyr­ir­sögn­inni: Hrogn­in eru að koma. Þar seg­ir frá því að Beit­ir hafi fengið 1.750 tonn á Faxa­flóa í þrem­ur köst­um á mánu­dag. Börk­ur hafi síðan tekið rúm­lega 400 tonna kast og var þeim afla dælt um borð í Beiti. Gert var ráð fyr­ir að Börk­ur veiddi í gær og Bjarni Ólafs­son AK í dag.

Skipu­lag veiðanna tek­ur mið af af­kasta­getu hrogna­vinnsl­unn­ar. „Það skipt­ir mjög miklu máli hvernig geng­ur að veiða hrognaloðnuna og vinna hrogn­in en þau eru verðmæt­asta afurð vertíðar­inn­ar. Mót­taka hrognaloðnunn­ar hef­ur verið und­ir­bú­in að und­an­förnu og nú er allt klárt,“ seg­ir á heimasíðu SVN.

Á Akra­nesi hófst hrogna­vinnsla hjá Brimi á mánu­dags­morg­un og hef­ur gengið vel. Loðnan er skor­in og sett í hrogna­skilju þar sem hrogn­in eru skil­in frá áður en þau eru hreinsuð. Á Akra­nesi fara hrogn­in ým­ist í fryst­ingu eða í frek­ari vinnslu hjá Vigni G. Jóns­syni, dótt­ur­fyr­ir­tæki Brims á Akra­nesi. Lang­mest af afurðunum fer til Jap­ans.

Hrognavinnslan í fullum gangi á Akranesi.
Hrogna­vinnsl­an í full­um gangi á Akra­nesi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: