„Þetta bara gengur ekki“

Arthur Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda, segir ekki boðlegt að aðeins …
Arthur Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda, segir ekki boðlegt að aðeins eitt varðskip sé tiltækt.

„Auðvitað hef ég áhyggj­ur, eins mikið og ger­ist í nátt­úr­unni í kring­um okk­ur. Það að það sé bara eitt varðskip við landið er auðvitað óboðlegt,“ svar­ar Arth­ur Boga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, innt­ur álits á viðbragðsgetu Land­helg­is­gæsl­unn­ar í kjöl­far frétta af því að óvíst sé hvort Týr komi aft­ur í rekst­ur.

Hann er ekki einn um að hafa áhyggj­ur af stöðunni en Fé­lag skip­stjórn­ar­manna, Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna­sam­band Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur og Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna hafa kraf­ist þess að Land­helg­is­gæsl­unni verði veitt­ir nægi­leg­ir fjár­mun­ir til að koma Tý í rekst­ur á ný.

Arth­ur seg­ir ör­ygg­is­mál­in ávallt of­ar­lega í huga smá­báta­sjó­manna enda fáir sem verða jafn mikið fyr­ir barðinu á veðri og vind­um. „Við eig­um ekki að láta þetta spyrj­ast út um okk­ur, að það sé eitt varðskip sem eigi að sinna 738 þúsund fer­kíló­metra lög­sögu og sex þúsund kíló­metra strand­lengju. Þetta bara geng­ur ekki.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: