Viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar takmörkuð

Viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar var ekki mikil í gær er leitað var …
Viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar var ekki mikil í gær er leitað var upplýsinga um rekstrarhæfni tækja stofnunarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Fátt af þeim tækj­um sem Land­helg­is­gæsl­an býr yfir voru til taks í gær er leitað var upp­lýs­inga um stöðu rekstr­ar­hæfni þeirra. Þá var aðeins eitt varðskip og ein þyrla til taks auk aðgerðarbáts­ins Óðins á öllu land­inu síðdeg­is í gær.

Fram kom í um­fjöll­un 200 mílna á þriðju­dag að það sé alls óvíst hvort og þá hvenær varðskipið Týr kemst aft­ur í rekst­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar, en þarfagrein­ing og áhættumat stofn­un­ar­inn­ar ger­ir ráð fyr­ir því að þörf sé á að búa yfir þrem­ur varðskip­um.

Í svari við fyr­ir­spurn um rekstr­ar­hæfni tækja Land­helg­is­gæsl­unn­ar seg­ir um flug­vél­ina TF-SIF að hún og áhöfn sinni nú landa­mæra­eft­ir­liti fyr­ir Frontex, landa­mæra­stofn­un Evr­ópu, við Miðjarðar­haf og er vél­in því stödd á Möltu. Þá er flug­vél­in í skoðun sem lýk­ur í dag.

Þyrl­an TF-LIF, sem er 35 ára, verður seld úr landi að loknu viðhalds­ferli sem stend­ur nú yfir í sam­ræmi við ákvörðun stjórn­valda þar um. „Í stað henn­ar er þriðja leiguþyrl­an vænt­an­leg af gerðinni Air­bus Super Puma EC225. Sú fær ein­kenn­is­staf­ina TF-GNA og gert er ráð fyr­ir að vél­in komi til lands­ins um mánaðamót­in,“ seg­ir í svar­inu.

TF-EIR var í reglu­bundnu viðhaldi í gær og átti því að ljúka í gær­kvöldi sam­kvæmt svari Gæsl­unn­ar. Mun sú þyrla sinna leit, björg­un, eft­ir­liti, sjúkra­flugi, æf­ing­um og öðrum verk­efn­um. TF-GRO var eina loft­f­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem var til­tækt sam­kvæmt svar­inu.

Hvað skipa­kost­inn varðar er ástandið á Tý þekkt og sinn­ir varðskipið Þór nú eft­ir­liti um­hverf­is Ísland sem og aðgerðabát­ur­inn Óðinn. Ægir er í sölu­ferli en fjór­ir hafa gert til­boð í varðskipið gamla.

Eft­ir­lits- og sjó­mæl­inga­skipið Bald­ur er gert út á vor­in og sumr­in sam­kvæmt svar­inu. „Bald­ur er í reglu­bundnu og skipu­lögðu viðhaldi um þess­ar mund­ir. Bát­ur­inn er orðinn þrjá­tíu ára og ber ald­ur­inn vel.“

Krefjast aðgerða

Tals­menn fimm mis­mun­andi sam­taka sjó­manna lýstu í gær yfir, í sam­eig­in­legri álykt­un, áhyggj­um af þeirri stöðu sem upp er kom­in í kjöl­far þess að í ljós kom um­fangs­mik­il viðhaldsþörf á varðskip­inu Tý.

Jafn­framt hef­ur formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, Arth­ur Boga­son, lýst áhyggj­um af stöðunni, enda fáir sem eru jafn út­sett­ir fyr­ir nátt­úru­öfl­un­um og smá­báta­sjó­menn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: