Áslaug tilkynnti kaup á varðskipinu Freyju

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, kynntu …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, kynntu í dag áform um kaup á nýlegu varðskipi frá nágrannalöndum Íslands. Leggur Áslaug Arna til að nýtt skip Landhelgisgæslunnar fái nafnið Freyja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um í dag til­lögu Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra um kaup á skipi sem mun gegna hlut­verki varðskips hjá Land­helg­is­gæsl­unni. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi um borð í varðskip­inu Þór í dag.

Fyr­ir skömmu kom í ljós að það væri með öllu óvíst hvort og hvenær varðskipið Týr gæti snúið aft­ur til starfa fyr­ir stofn­un­ina í kjöl­far al­var­legr­ar bil­un­ar og skemmda á búnaði skips­ins.

Áslaug Arna seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur það ekki hafa verið for­svar­an­legt að ráðstafa hundrað millj­ón­um króna í viðgerð á eins gömlu skipi og varðskipið Týr er, en talið er að sölu­verð skips­ins gæti numið 25 til 50 millj­ón­um króna að lokn­um viðgerðum.

Land­helg­is­gæsl­an tel­ur að hægt sé að kaupa ný­leg og vel búin skip í góðu standi fyr­ir um 1-1,5 millj­arða króna, að sögn Áslaug­ar Örnu. Bend­ir hún á að það gæti kostað 10 til 14 millj­arða að láta smíða nýtt skip sam­bæri­legt varðskip­inu Þór.

Varðskipið Týr hefur verið í slipp frá janúar.
Varðskipið Týr hef­ur verið í slipp frá janú­ar. mbl.is/​sisi

Til­tölu­lega nýtt skip

„Týr er auðvitað orðið 46 ára gam­alt og hef­ur þjónað hlut­verki sínu með glæsi­brag, en það er ekki for­svar­an­leg meðferð á op­in­beru fé að eyða mörg hundruð millj­ón­um í viðgerð á svona gömlu skipi,“ seg­ir Áslaug Arna. Hún seg­ir í ljósi hag­stæðra skil­yrða á mörkuðum og til að leysa brýn­an vanda Gæsl­unn­ar sé skyn­sam­leg­ast að festa kaup á „til­tölu­lega nýju“ skipi.

„Við þurf­um að tryggja að Gæsl­an geti sinnt sínu hlut­verki sem grunnstoð í ör­ygg­is­mál­um þjóðar­inn­ar og höf­um við verið stöðugt minnt á það und­an­farið rúmt ár með ýms­um nátt­úru­ham­förum og áskor­un­um,“ út­skýr­ir Áslaug Arna og bæt­ir við að skipa­kaup­in séu til þess fall­in að styrkja Land­helg­is­gæsl­una sem hafi sinnt hlut­verki sínu einkar vel.

Freyja í rekst­ur næsta vet­ur

Gert er ráð fyr­ir að Land­helg­is­gæsl­an hafi tvö skip til umráða næsta vet­ur. Spurð hvort ákvörðun hafi verið tek­in um hvaða skip verði fyr­ir val­inu, svar­ar dóms­málaráðherra því neit­andi.

„Það er verið að horfa til ný­legra skipa í ná­granna­lönd­um okk­ar. Það er verið að kanna það og það er hægt að fá hag­stæð skip sem henta vel og hafa sam­bæri­lega getu og Þór. Mikla drátt­ar­getu og sam­bæri­leg­an búnað. Þessi skip eru einnig um­hverf­i­s­vænni en gamla skipið.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um …
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­málaráðherra, og Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, um borð í Þór í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Áslaug Arna kveðst hafa lagt fyr­ir Georg Lárus­son, for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar, til­lögu sína um nafn hins nýja varðskips. Legg­ur hún til að skipið beri nafnið Freyja í sam­ræmi við nafna­hefð skipa Land­helg­is­gæsl­unn­ar, en skip­in sækja nöfn sín í nor­ræna goðafræði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina