Deilt á pírata fyrir trúnaðarbrest

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason. mbl.is/Eggert

Nefnd­ar­menn í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is eru sum­ir mjög óánægðir með fjöl­miðlaviðtöl, sem pírat­arn­ir Jón Þór Ólafs­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, og Andrés Ingi Jóns­son veittu eft­ir nefnd­ar­fund í fyrra­dag og telja til marks um trúnaðarbrest.

Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafs­son, frá­far­andi þingmaður Pírata. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Viðtöl­in voru tek­in eft­ir nefnd­ar­fund með lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu vegna sím­tala hans og dóms­málaráðherra á aðfanga­dag. Óli Björn Kára­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir að þeir fé­lag­ar hafi hallað réttu máli um það, sem þar fór fram, og bæði not­fært sér trúnað um fund­ina og rofið hann í trausti þess að það gerðu aðrir nefnd­ar­menn ekki.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hann seg­ir ábyrgð for­manns­ins mikla. „Jón Þór Ólafs­son hef­ur brugðist skyld­um sín­um sem nefnd­ar­formaður með dylgj­um og rang­færsl­um um það sem fram hef­ur komið á fund­um nefnd­ar­inn­ar.“

Óli Björn tel­ur pírat­ana tvo ekki hafa sést fyr­ir í „óstjórn­legri löng­un til að koma höggi á póli­tísk­an and­stæðing“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: