Héðinn smíðar fyrir Síldarvinnsluna

Síldarvinnslan hefur samið við vélsmiðjuna Héðinn um að reisa fiskimjölsverksmiðju …
Síldarvinnslan hefur samið við vélsmiðjuna Héðinn um að reisa fiskimjölsverksmiðju fyrir 1,7 milljarða króna. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Síld­ar­vinnsl­an und­ir­ritaði í gær samn­ing við vélsmiðjuna Héðin um smíði á 380 tonna fiski­mjöls­verk­smiðju sem sett verður upp í Nes­kaupstað, að því er fram kem­ur í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Sagt var frá því í janú­ar að Síld­ar­vinnsl­an hygðist stækka fiski­mjöls­verk­smiðju sína í Nes­kaupstað úr 1.400 tonna sól­ar­hringsaf­köst­um í 2.380 tonna af­köst og jafn­framt yrði komið upp lít­illi verk­smiðju­ein­ingu sem gæti af­kastað allt að 380 tonn­um á sól­ar­hring. Samn­ing­ur­inn við Héðin nær til minni ein­ing­ar­inn­ar.

Smíðin mun kosta 1,7 millj­arða króna sam­kvæmt samn­ingn­um og er gert ráð fyr­ir að fiski­mjöls­verk­smiðjan verði af­hent í maí 2022.

Fram kem­ur í færsl­unni að „til­gang­ur­inn með því að koma upp lít­illi verk­smiðju­ein­ingu er að auka hag­kvæmni til dæm­is með því að spara orku og gert er ráð fyr­ir að á síld­ar- og mak­ríl­vertíð verði ein­ung­is litla verk­smiðjan starf­rækt enda fer megnið af síld­inni og mak­ríln­um til mann­eld­is­vinnslu“.

Jafn­framt ætti að vera nægi­legt að reka smærri ein­ing­una á smærri loðnu­vertíð. „Sem dæmi má nefna að á yf­ir­stand­andi vertíð voru 9.700 tonn af loðnu fryst í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar en ein­ung­is 120 tonn fóru til vinnslu í fiski­mjöls­verk­smiðjunni. Vinnsla á kol­munna mun hins veg­ar fara fram í stóru verk­smiðjunni sem verður þá rek­in með há­marks­af­köst­um.“

Frá undirritun samningsins í gær. Talið frá vinstri: Hafþór Eiríksson …
Frá und­ir­rit­un samn­ings­ins í gær. Talið frá vinstri: Hafþór Ei­ríks­son rekstr­ar­stjóri fiski­mjöls­verk­smiðja, Jón Már Jóns­son yf­ir­maður land­vinnslu, Gunn­ar Páls­son verk­fræðing­ur hjá Héðni, Gunnþór B. Ingva­son fram­kvæmda­stjóri, Ragn­ar Sverris­son fram­kvæmda­stjóri Héðins og Jakob Val­g­arð Óðins­son tækni­fræðing­ur hjá Héðni. Ljós­mynd/​Smári Geirs­son
mbl.is