Vill forða hnúfubökum frá veiðarfærum

Charla Jean Basran, doktorsnemi við rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík …
Charla Jean Basran, doktorsnemi við rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík stúderar hnúfubaka og önnur stórhveli mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hnúfu­bak­ar um­hverf­is Ísland lenda oft í því að flækj­ast í veiðarfæri og er talið að að minnsta kosti 2.500 þeirra hafi orðið fyr­ir því óláni. Af­leiðing­arn­ar eru töpuð veiðarfæri með til­heyr­andi kostnaði fyr­ir sjó­menn og út­gerðir. Ekki eru af­leiðing­arn­ar betri fyr­ir hval­ina sem kunna að kvelj­ast og drep­ast.

Charla Jean Basr­an, doktorsnemi við Rann­sókna­set­ur Há­skóla Íslands á Húsa­vík, hef­ur ein­mitt rann­sakað þetta fyr­ir­bæri og sýna bráðabirgðaniður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar að fjöldi hnúfu­baka sem eiga viðkomu við Íslands­strend­ur hafa á ein­hverj­um tíma á lífs­skeiði sínu flækst í veiðarfæri fiski­skipa.

Hnúfubaki var bjargað úr neti í Eyjafirði í fyrra.
Hnúfu­baki var bjargað úr neti í Eyjaf­irði í fyrra. Ljós­mynd/​Freyr Ant­ons­son

En hvernig varð það svo að Charla vildi rann­saka ná­kvæm­lega þetta?

„Ég hóf að rann­saka hvali í Kan­ada áður en ég flutti til Íslands. Þegar ég flutti hingað varð mér ljóst hversu þýðing­ar­mikl­ar fisk­veiðar eru á Íslandi og hugsaði að það gætu verið ein­hverj­ir árekstr­ar að eiga sér stað milli sjáv­ar­út­vegs­ins og hvala þar sem hvala­stofn­arn­ir við Ísland hafa stækkað und­an­far­in ár. Þannig að ég fékk mik­inn áhuga á þessu og vildi í masters­námi mínu skoða hvernig hægt væri að nálg­ast and­stæða hags­muni hval­anna og sjó­manna með til­liti til sýn­ar beggja.

Sem sjáv­ar­líf­fræðing­ur hef ég oft­ast verið að skoða mál frá hlið hval­anna, en það er mjög áhuga­vert að rann­saka líka hina hlið máls­ins og skoða hvernig þetta er vanda­mál fyr­ir sjó­menn­ina líka.“

Fimmt­ung­ur hnúfu­baka

Fyrsta skref í rann­sókn­inni var að kom­ast að því hversu marg­ir hnúfu­bak­ar hafa flækst í veiðarfæri og lifað af. Fór sú kort­lagn­ing fram með því að skoða ör hval­anna, út­skýr­ir Charla. Hægt var að skoða þau með því að stúd­era þúsund­ir ljós­mynda sem tekn­ar hafa verið af sjó­mönn­um, al­menn­ingi og hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækj­um.

„Okk­ar niðurstaða var að það séu að lág­marki 25% af ís­lenska stofn­in­um sem hafa flækst í veiðarfær­um og að þetta komi fyr­ir um 2% af stofn­in­um á hverju ári. Áætlað er að fjöldi hnúfu­baka við Ísland sé um tíu þúsund og má því telja að að minnsta kosti um 2.500 hval­ir hafi lent í veiðarfær­um fiski­skipa,“ seg­ir hún.

Þá sé al­veg ljóst að hvert at­vik er skaðlegt fyr­ir hval­ina og hef­ur einnig nei­kvæð áhrif á veiðar fiski­skip­anna, að sögn henn­ar. „Það að þetta ger­ist um 200 sinn­um á ári er eft­ir­tekt­ar­vert. Hins veg­ar vit­um við ekki með vissu hvort at­vik­in sjálf eiga sér stað við Íslands­strend­ur og það er mjög erfitt að kom­ast að því enda ferðast hval­irn­ir lang­ar leiðir. Þess vegna hóf ég að gera kann­an­ir meðal þeirra sem stunda veiðar og tók viðtöl við skip­stjóra í þeim til­gangi að kom­ast að því hvert um­fangið sé við Ísland.“

Með könn­un­um og viðtöl­um kveðst Charla hafa fengið upp­lýs­ing­ar um hversu al­gengt sé að hval­ir flæk­ist í veiðarfær­in og hversu mikið slíkt kunni að kosta út­gerðaraðila. Hún seg­ir eitt slíkt at­vik geta kostað upp í fjór­ar millj­ón­ir króna, eft­ir því hve al­var­legt til­fellið er.

Ekki á einu máli um skrán­ingu

Halda mætti að með um­fangs­mikið skrán­ing­ar­kerfi eins og í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi væri auðvelt að fletta því upp hversu marg­ir hval­ir fara í veiðarfæri fiski­skipa. Til­fellið er þó annað. Sé hval­ur meðafli er skylt að til­kynna hann í gegn­um afla­dag­bók og þannig fara upp­lýs­ing­ar til Fiski­stofu. Það virðist hins veg­ar ekki vera sátt um hvernig ber að túlka ákvæði lag­anna, staðhæf­ir Charla.

Hnúfubakur fastur í netatrossu.
Hnúfu­bak­ur fast­ur í netatrossu. Skjá­skot/​Vi­meo

„Ef maður spyr vís­inda­menn segja þeir að hvert til­vik þar sem hval­ur fer í veiðarfæri beri að skrá hvort sem hval­ur­inn lif­ir það af eða ekki. En sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar segj­ast þeir sem stunda veiðarn­ar ekki skrá hvali sem kom­ast und­an. Hvert til­vik virðist því ekki vera til­kynnt, jafn­vel þótt hval­ur­inn sær­ist.“

Spurð hvaða áhrif þetta kunni að hafa á hvala­stofn­inn, svar­ar Charla: „Við vit­um meðal ann­ars að sum­ir hval­ir við Ísland gegna hlut­verki í að halda uppi mjög litl­um hvala­stofni við Græn­höfðaeyj­ar, sá hvala­stofn er tal­inn vera í út­rým­ing­ar­hættu.“

Þrátt fyr­ir að ís­lenski hvala­stofn­inn sé mjög mynd­ar­leg­ur og í sterkri stöðu er ljóst að hval­ir sem hafa orðið fyr­ir því að flækj­ast í veiðarfæri eru ólík­legri til að fjölga sér, þannig er hætta á að slík at­vik við Ísland geti haft áhrif á stofna á öðrum miðum sem standa höll­um fæti, út­skýr­ir hún og bæt­ir við að aðeins 200 dýr séu í stofn­in­um við Græn­höfðaeyj­ar. Ástæða þessa er að hval­ir sem flækj­ast eiga erfiðara með að ná í fæðu og hafa minni fitu­forða.

Rann­sókn­ir á tækni­lausn­um

Charla tel­ur fulla ástæðu til að leita leiða til að koma í veg fyr­ir að hval­ir rati í veiðarfæri, en hún hef­ur einnig stundað rann­sókn­ir á því sviði og þá einkum í sam­bandi við notk­un sér­stakra hljóðgjafa eða Pin­ger-tækni sem ætluð er til að fæla hvali frá troll­um. Hún seg­ir loðnu­út­gerðirn­ar hafa frá upp­hafi sýnt tækn­inni sér­stak­an áhuga.

„Það kom líka í ljós í könn­un­um að það voru þeir sem stunda loðnu­veiðar sem höfðu mestu áhyggj­urn­ar og mestu vanda­mál­in með skemmd veiðarfæri og tapaðan afla vegna hvala. Við höf­um verið að vinna með þessa tækni sér­stak­lega hvað þetta varðar og líka í sam­bandi við neta­veiðar.“

Veiðarfæri eru kostnaðarsöm og getur falist mikil sparnaður fyrir útgerð …
Veiðarfæri eru kostnaðar­söm og get­ur fal­ist mik­il sparnaður fyr­ir út­gerð og sjó­menn í því að fæla hveli frá þeim. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Upp­sjáv­ar­skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar tók þátt í að prófa búnaðinn fyr­ir nokkr­um árum á loðnu­vertíð. „Þeir voru mjög ánægðir með Pin­ger-kerfið. Þeir fengu hvali í veiðarfær­in sem þó komust út úr þeim án þess að valda skemmd­um. Þetta virkaði því ekki al­veg jafn vel og við vonuðum en skipið varð ekki fyr­ir neinu tjóni á veiðarfær­um vegna hvala á þeirri vertíð. Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við vilj­um skoða bet­ur. Ef hval­ir eru að rata úr veiðarfær­um vegna Pin­ger-kerf­is­ins, þó svo það verði tjón í formi tapaðs afla, er til­efni til að sjá hvort við get­um fengið þetta til þess að virka enn bet­ur,“ seg­ir Charla.

Hún kveðst alls ekki á heim­leið til Kan­ada á næst­unni þrátt fyr­ir að doktors­námi henn­ar sé að ljúka. Til stend­ur að halda áfram að rann­saka og prófa Pin­ger-tækn­ina hér á landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: