Áhrifavaldar fögnuðu afmælum á hóteli

Gummi Kíró og Lína Birgitta fóru á hótel um helgina.
Gummi Kíró og Lína Birgitta fóru á hótel um helgina. Ljósmynd/Aðsend

At­hafna­kon­an Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir varð þrítug á laug­ar­dag­inn. Hún fagnaði stóraf­mæl­inu á Hót­el Geysi ásamt kær­asta sín­um, Guðmundi Birki Pálma­syni kírópraktor. 

Það er stutt milli stóraf­mæla hjá þeim skötu­hjú­um en Guðmund­ur varð fer­tug­ur í des­em­ber. Þá skipu­lagði Lína Birgitta óvissu­ferð fyr­ir sinn mann sem endaði á stóraf­mæli á Hót­el Geysi. Parið veit greini­lega hvað það vill og eru ánægð með hót­elið.  

Fleiri áhrifa­vald­ar fóru á hót­el um helg­ina í af­mæl­is­ferð. Feg­urðardrottn­ing­in Manu­ela Ósk Harðardótt­ir fór með kær­asta sín­um Eiði Birg­is­syni á hót­el. Eiður átti ein­mitt líka af­mæli um helg­ina. Eiður var mjög sátt­ur með af­mæl­is­helg­ina sína. „Þá er þessu af­mæl­is festi­vali lokið! Manu gerði af­mælið mitt að bestu helgi sem ég man eft­ir á minni löngu ævi,“ skrifaði Eiður á In­sta­gram og mæl­ir 100 pró­sent með Manu­elu sem kær­ustu þegar af­mæli eru ann­ars veg­ar. 




mbl.is