Minna á oddlausa hnífa og lokaða inniskó

Hnífur stakst í hönd skipverja um borð Helgu Maríu AK. …
Hnífur stakst í hönd skipverja um borð Helgu Maríu AK. Eru sjómenn hvattir til að taka odd af hnífum sínum. Ljósmynd/Eiríkur Jónsson

Á síðasta fundi sigl­inga­sviðs rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa var nokkr­um mál­um lokið með sér­stöku nefndaráliti.

Þannig er í skýrslu vegna slyss um borð í tog­ar­an­um Helgu Maríu RE, er hníf­ur stakkst í hönd skip­verja, bent á fyrri álykt­an­ir þar sem sjó­menn hafa verið hvatt­ir til að taka odd af hníf­um sín­um.

Vegna fallslyss í stiga um borð í Kristrúnu RE hvet­ur nefnd­in til þess að sjó­menn noti ávallt lokaða inni­skó um borð í skip­um sín­um, en viðkom­andi var í opn­um inni­skóm. Við fallið fékk skip­verj­inn heila­hrist­ing, áverka á baki, háls og oln­boga.

Slys um borð í flutn­inga­skip­inu Sel­fossi fyr­ir ári við lest­un og los­un gáma á Sauðár­króki er rakið til sam­skipta­leys­is, en skip­verji slasaðist á tveim­ur fingr­um er hann klemmd­ist. Nefnd­in hvet­ur út­gerð til að hraða upp­færslu á ör­ygg­is­stjórn­un­ar­kerfi skip­anna, meta áhættu og skil­greina verklag milli skip­verja og hafn­ar­verka­manna.

Pokastroffa slitnaði

Loks má nefna slys um borð í frysti­tog­ar­an­um Blængi NK. Skip­verj­ar voru að taka trollið og losa úr pok­an­um við veiðar á Sel­vogs­banka í apríl í fyrra þegar pokastroff­an slitnaði. Bak­borðsvelta kom á skipið og pok­inn valt yfir lunn­ingu bak­borðsmeg­in með þeim af­leiðing­um að hægri fót­ur eins skip­verja varð und­ir hon­um. Erfiðlega gekk að ná pok­an­um af skip­verj­an­um og var siglt með hinn slasaða til Vest­manna­eyja. Í ljós kom að hann hafði þríbrotnað á hné auk þess sem liðbönd og kross­bönd skemmd­ust, seg­ir í skýrslu RNSA.

Í sér­söku nefndaráliti eru viðbrögð út­gerðar­inn­ar, Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, sögð til fyr­ir­mynd­ar í kjöl­far slyss­ins.

Blængur við Slippinn á Akureyri.
Blæng­ur við Slipp­inn á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd/​Slipp­ur­inn á Ak­ur­eyri
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: