Ekki hægt að spila mikið betur úr loðnuvertíðinni

Huginn VE að veiðum.
Huginn VE að veiðum. Ljósmynd/Vinnslustöðin

„Ég held ekki að það hafi verið hægt að spila mikið bet­ur úr þess­ari loðnu­vertíð held­ur en raun ber vitni,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað. Sum­ar út­gerðir eru bún­ar að veiða loðnu­kvóta sinn, en aðrar ljúka vænt­an­lega veiðum í vik­unni hamli veður ekki. Gunnþór áætl­ar að út­flutn­ings­verðmæti loðnu­af­urða eft­ir vertíðina muni nema 22-25 millj­örðum og eru út­flutn­ings­verðmæti 10 þúsund tonna, sem norsk skip lönduðu hér­lend­is inni í þeirri tölu.

Gunnþór seg­ir að í síðustu viku hafi verið ein­muna blíða á miðunum í Faxa­flóa og Breiðafirði og skip­un­um gengið vel í hrogna­túr­un­um. Heilt yfir hafi vertíðin gengið vel, sam­setn­ing og stærð loðnunn­ar verið hag­stæð og öfl­ug­um skip­um hafi gengið vel að veiða. 

Um markaðinn seg­ir Gunnþór að út­litið sé gott. Sér­stak­lega eigi þetta við um hrogna­markaðinn, enda sé magnið ekki mikið. Hátt verð fyr­ir heilfrysta loðnu standi þó aðeins í markaðnum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: