„Þetta er rosalega flott skip“

Nýr Börkur fór í prufusiglingu á fimmtudag í síðustu viku. …
Nýr Börkur fór í prufusiglingu á fimmtudag í síðustu viku. Fulltrúar Síldarvinnslunnar eru mjög ánægðir með skipið. Ljósmynd/Karl Jóhann Birgisson

Mik­il gleði var meðal full­trúa Síld­ar­vinnsl­unn­ar þegar þeir á dög­un­um fengu að vera með er nýr Börk­ur fór í prufutúr. Skipið er í smíðum hjá Kar­sten­sens Skibsværft í Ska­gen í Dan­mörku. „Það voru all­ir í skýj­un­um,“ er haft eft­ir Grét­ari Erni Sig­finns­syni, rekstr­ar­stjóra út­gerðar Síld­ar­vinnsl­unn­ar, á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Ásamt Grét­ari voru skip­stjór­inn Hjörv­ar Hjálm­ars­son, stýri­maður­inn Leif­ur Þormóðsson, Karl Jó­hann Birg­is­son og Hörður Er­lends­son vél­stjóri með í för­inni. „Þetta er rosa­lega flott skip og það besta sem við höf­um séð. Öll vinnu­brögð við smíðina eru frá­bær og ekk­ert til sparað. Það er afar gott að vinna með Dön­un­um og Karl Jó­hann og Hörður gegna mik­il­vægu hlut­verki við smíðina og eru í reglu­bundnu sam­bandi við okk­ur heima,“ seg­ir Grét­ar.

Mín­útu og átta sek­únd­ur í 15 míl­ur

Ekki fara full­trú­arn­ir spar­lega með stór­yrðin. „Ég held að þessi skip, Börk­ur og syst­ur­skipið Vil­helm Þor­steins­son, séu flott­ustu skip sem komið hafa til Íslands,“ full­yrðir Hjörv­ar skip­stjóri. „Öll smíði á þeim er ein­stak­lega vönduð og þau eru hlaðin búnaði í rík­ari mæli en menn hafa kynnst. Í prufutúrn­um voru aðal­vél­arn­ar tvær álags­prófaðar og meðal ann­ars dælt sjó í all­ar lest­ar og í kæli­kerfi. Um borð voru 28 manns og hver og einn hafði sínu hlut­verki að gegna. Skipið fór í 15,5 míl­ur á ann­arri vél­inni og í 18,8 á báðum. Þarna er um að ræða yfir 9.000 hest­öfl og kraft­ur­inn er ótrú­leg­ur. Það tók til dæm­is ein­ung­is eina mín­útu og átta sek­únd­ur fyr­ir skipið að fara úr 5 míl­um í 15.“

„Við njót­um góðs af sam­vinnu við Sam­herja­menn en skip þeirra, Vil­helm Þor­steins­son, verður til­búið á und­an Berki. Mér skilst að Vil­helm verði senni­lega af­hent­ur í kring­um 20. mars en Börk­ur gæti verið til­bú­inn í lok apríl eða byrj­un maí. Þessi skipa­smíðastöð er fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki og ef þarf að breyta ein­hverju eða bæta við þá er það ekk­ert mál. Skipið virk­ar al­veg svaka­lega stórt. Það er 90,2 metr­ar að lengd og 16,7 metr­ar að breidd. Lest­ar­rýmið er yfir 3.500 rúm­metr­ar þannig að það get­ur borið um 3.400 tonn að landi. Þetta er svo sann­ar­lega Stóri-Börk­ur. Von­andi náum við ein­um kol­munna­túr fyr­ir sjó­mannadag til þess að læra á bát­inn. Þetta er virki­lega spenn­andi allt sam­an,“ seg­ir hann.

Sex vik­ur að mála

Karl Jó­hann hef­ur frá byrj­un októ­ber fylgst með smíðunum í Ska­gen og hafa vél­stjór­arn­ir, Jó­hann Pét­ur Gísla­son og Hörður, verið með hon­um til skipt­is. Karl Jó­hann kveðst ánægður með fram­göngu verks­ins. „Nú á til dæm­is að fara að byrja að mála skipið að inn­an og í það verk fer 46 manna hóp­ur. Gert er ráð fyr­ir að máln­ing­ar­vinn­an taki sex vik­ur. Það er vel að öll­um verk­um staðið og auðvitað skipt­ir máli fyr­ir skipa­smíðastöðina að skipið klárist sem fyrst.

Eins og ég hef áður sagt njót­um við þess að fram­kvæmd­ir við syst­ur­skipið Vil­helm Þor­steins­son eru á und­an þannig að ekk­ert kem­ur á óvart við fram­kvæmd­ir í Berki. Ég geri ráð fyr­ir að verða hér í Ska­gen allt til enda og mínu verki hér mun ljúka við af­hend­ingu skips­ins,“ út­skýr­ir Karl Jó­hann.

mbl.is