Verjandi kallaður til skýrslutöku

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur gert kröfu fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur um að einn verj­enda í morðmál­inu í Rauðagerði verði kallaður til skýrslu­töku sem vitni í mál­inu. Verði fall­ist á kröf­una get­ur hann ekki gegnt starfi verj­anda áfram. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

Um er að ræða lög­mann­inn Stein­berg Finn­boga­son sem er skipaður verj­andi Íslend­ings sem sat um tíma í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins en sæt­ir nú far­banni.

Stein­berg­ur fjall­ar um málið í aðsendri grein í Frétta­blaðinu í dag, und­ir fyr­ir­sögn­inni Ljót­ur leik­ur lög­regl­unn­ar.

Í grein­inni rifjar Stein­berg­ur upp fyrri viðskipti sín við lög­regl­una af svipuðum toga en hann var hand­tek­inn árið 2016 við komu í skýrslu­töku með skjól­stæðingi sín­um sem var grunaður um aðild að um­fangs­miklu pen­ingaþvætti. Hann var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald og lát­inn sæta hús­leit á heim­ili sínu og lög­manns­stofu þar sem mikið magn skjala var af­ritað og hald­lagt. Ríkið var í fyrra dæmt til að greiða Stein­bergi bæt­ur vegna fyrr­greindra aðgerða.

mbl.is