Áfram í varðhaldi vegna manndrápsins

Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urðaði mann í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald í viku, eða til miðviku­dags­ins 17. mars, vegna rann­sókn­ar lög­reglu á mann­drápi í Rauðagerði um miðjan fe­brú­ar.

Lög­regla hafði kraf­ist úr­sk­urðar­ins á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna.

Fjór­ir eru í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins.

mbl.is