Íslenskir sjómenn í Namibíu sagðir í Færeyjum

Samherji.
Samherji. mbl.is/Sigurður Bogi

Færeyskur sérfræðingur í skattamálum telur að Samherji hafi brotið bæði færeysk og namibísk lög með því að borga Íslendingum sem störfuðu í Namibíu laun í Færeyjum. Þeir hafi einnig verið skráðir ranglega í áhöfn færeyskra flutningaskipa.

Kveikur greinir frá þessu og bendir á þátt um tengsl Samherjamálsins við Færeyjar í færeyska sjónvarpinu í kvöld.

Tindholmur var eitt af þremur félögum sem Samherjafélagið Esha shipping á Kýpur stofnaði í Færeyjum árið 2011. Hin tvö hétu Scombrus og Harengus. Tvö samnefnd flutningaskip voru skráð í Færeyjum, þar sem hagstætt er að skrá og reka flutningaskip, að því er Kveikur greinir frá.

Samherji er sagður hafa misnotað reglur um endurgreiðslur á skattgreiðslum með því að skrá íslenska sjómenn á færeysku skipin á sama tíma og þeir hafi raunverulega verið við störf á fiskiskipum við strendur Namibíu. Því hafi sjómennirnir ekki greitt skatta í Namibíu og Samherji því ekki þurft að bæta þeim upp tekjutap vegna þess.

mbl.is