Íslenskir sjómenn í Namibíu sagðir í Færeyjum

Samherji.
Samherji. mbl.is/Sigurður Bogi

Fær­eysk­ur sér­fræðing­ur í skatta­mál­um tel­ur að Sam­herji hafi brotið bæði fær­eysk og namib­ísk lög með því að borga Íslend­ing­um sem störfuðu í Namib­íu laun í Fær­eyj­um. Þeir hafi einnig verið skráðir rang­lega í áhöfn fær­eyskra flutn­inga­skipa.

Kveik­ur grein­ir frá þessu og bend­ir á þátt um tengsl Sam­herja­máls­ins við Fær­eyj­ar í fær­eyska sjón­varp­inu í kvöld.

Tind­holm­ur var eitt af þrem­ur fé­lög­um sem Sam­herja­fé­lagið Esha shipp­ing á Kýp­ur stofnaði í Fær­eyj­um árið 2011. Hin tvö hétu Scombrus og Har­eng­us. Tvö sam­nefnd flutn­inga­skip voru skráð í Fær­eyj­um, þar sem hag­stætt er að skrá og reka flutn­inga­skip, að því er Kveik­ur grein­ir frá.

Sam­herji er sagður hafa mis­notað regl­ur um end­ur­greiðslur á skatt­greiðslum með því að skrá ís­lenska sjó­menn á fær­eysku skip­in á sama tíma og þeir hafi raun­veru­lega verið við störf á fiski­skip­um við strend­ur Namib­íu. Því hafi sjó­menn­irn­ir ekki greitt skatta í Namib­íu og Sam­herji því ekki þurft að bæta þeim upp tekjutap vegna þess.

mbl.is