Eyða ekki um efni fram

Frá því í janúar í fyrra hafa yfirdráttarlán dregist saman …
Frá því í janúar í fyrra hafa yfirdráttarlán dregist saman um allt að 18% milli ára miðað við fast verðlag og innlán hafa aukist um allt að 17%. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sam­kvæmt ný­lega birt­um þjóðhags­reikn­ing­um dróst einka­neysla sam­an um 3,3% í fyrra sem er minni sam­drátt­ur en hag­fræðideild Lands­bank­ans hafði spáð.

„Aðgerðir stjórn­valda og breytt­ar neyslu­venj­ur gerðu það að verk­um að sam­drátt­ur varð minni þegar leið á árið. Seinni bylgj­ur far­ald­urs­ins drógu ekki jafn mikið úr neyslu og sú fyrsta.

Á fjórða árs­fjórðungi síðasta árs dróst neysla sam­an um rúm 3% milli ára sem er ör­lítið meiri sam­drátt­ur en á þriðja árs­fjórðungi (-2,2%) en tals­vert minni sam­drátt­ur en á fyrsta fjórðungi (-8,7%).

Sótt­varnaaðgerðir voru harðari og leng­ur við lýði í þriðju bylgju far­ald­urs­ins en í þeirri fyrstu en þrátt fyr­ir það dróst neysla mun minna sam­an. Er það m.a. vegna breyttra neyslu­venja þar sem fólk nýtti sér í aukn­um mæli net­versl­an­ir en einnig breytt­ust áhersl­ur í neyslu þar sem minna var eytt í ferðalög út fyr­ir land­stein­ana og meira inn­an­lands,“ seg­ir í Hag­sjá Lands­bank­ans.

Þar kem­ur fram að ætla megi að neysla margra hafi verið í formi fjár­fest­ing­ar til heim­il­is. Til marks um það jókst korta­velta ein­stak­linga um þriðjung í raf- og heim­ilis­tækja­versl­un­um og 22% í bygg­ing­ar­vöru­versl­un­um milli ára í fyrra. 

Meðal­greiðsla á mann 484 þúsund

Vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans og aðgerðir stjórn­valda hafa einnig skipt miklu og stutt við þessa þróun. Má þar m.a. nefna út­tekt sér­eign­ar­sparnaðar, en meðal­greiðsla á mann á mánuði meðal þeirra sem nýta sér þetta úrræði er nú um 484 þúsund krón­ur.

Hluta­bæt­ur og fram­leng­ing á tekju­teng­ingu at­vinnu­leys­is­bóta hafa svo stutt við neyslu þeirra sem misst hafa vinnu vegna far­ald­urs­ins.

„Þrátt fyr­ir nokkuð kraft­meiri neyslu en fyrstu spár og bráðabirgðatöl­ur bentu til, eru vís­bend­ing­ar um að heim­il­in séu að halda að sér hönd­um og eyði ekki um efni fram. Til marks um þetta dróg­ust yf­ir­drátt­ar­lán veru­lega sam­an um leið og far­ald­ur­inn skall á og inn­lán juk­ust.

Frá því í janú­ar í fyrra hafa yf­ir­drátt­ar­lán dreg­ist sam­an um allt að 18% milli ára miðað við fast verðlag og inn­lán hafa auk­ist um allt að 17%. Sum­ir eru ef­laust að fresta neyslu og ætla að nýta sér þenn­an sparnað þegar ferðalög og sam­kom­ur verða al­menn­ari, en aðrir gætu hafa viljað koma sér upp varúðarsjóði á meðan óviss­an í at­vinnu- og efna­hags­líf­inu var sem mest,“ seg­ir enn frem­ur í Hag­sjánni en hana má lesa í heild hér. 

mbl.is