Ferðaþjónustan fari hægt og bítandi af stað

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynntu átakið „Hefjum störf“ í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hugs­un­in er sú að við séum að koma þeim sem hafi verið án at­vinnu í lengri tíma út á vinnu­markaðinn,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra við mbl.is. Hún og Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra kynntu at­vinnu­átakið „Hefj­um störf“ á blaðamanna­fundi í hús­næði Vinnu­mála­stofn­un­ar í dag.

Mark­miðið með átak­inu er að skapa allt að sjö þúsund tíma­bund­in störf í sam­vinnu við at­vinnu­lífið, op­in­ber­ar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og fé­laga­sam­tök. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 millj­örðum króna í átakið en með því að gera litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um auðveld­ara að ráða starfs­fólk.

Hverj­um nýj­um starfs­manni mun fylgja allt að 472 þúsund króna stuðning­ur á mánuði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð í allt að sex mánuði. Fyr­ir­tæki geta ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til að heild­ar­fjöldi starfs­manna hef­ur náð 70.

Katrín seg­ir að með þessu séu stjórn­völd í raun og veru að borga fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um, sveit­ar­fé­lög­um og frjáls­um fé­laga­sam­tök­um til að ráða fólk og á sama tíma minnka at­vinnu­leysi.

„Mark­miðið er að draga úr þessu lang­tíma­at­vinnu­leysi. Þetta er hugsað til sex mánaða svo verðum við að meta stöðuna að því loknu,“ seg­ir Katrín.

Katrín seg­ist sjá verk­efnið fyr­ir sér sem viðspyrnu nú þegar sí­fellt fleiri Íslend­ing­ar eru bólu­sett­ir þó tíðindi af tíma­bund­inni stöðvun bólu­efn­is AstraZeneca í gær séu ekki góð.

„Ég hef vænt­ing­ar til þess og trú á að ferðaþjón­ust­an muni fara hægt og bít­andi af stað með sumr­inu og þá styðja þess­ar aðgerðir hver við aðra.“

mbl.is