Vöxturinn hraður í Rússlandi

„Fólk heldur áfram að borða fisk og kröfurnar fara bara …
„Fólk heldur áfram að borða fisk og kröfurnar fara bara vaxandi um að nýta nýjustu tækni til að bæta nýtingu og auka gæði,“ segir Silfá Huld Bjarmadóttir, sölu- og verkefnastjóri hjá Vélfagi.

Gam­an hef­ur verið að fylgj­ast með vexti Vélfags og merki­legt til þess að hugsa að aðeins ald­ar­fjórðung­ur er síðan hug­mynda­rík­ur sjó­maður setti fyr­ir­tækið á lagg­irn­ar. Silfá Huld Bjarma­dótt­ir er sölu- og verk­efna­stjóri hjá Vélfagi en segja má að hún sé búin að vera þar með ann­an fót­inn síðan hún var sex ára göm­ul þegar for­eldr­ar henn­ar, Bjarmi Sig­ur­g­arðars­son og Ólöf Ýr Lár­us­dótt­ir, stofnuðu fyr­ir­tækið.

„Pabbi var sjó­maður í mörg ár en þegar hann lenti í vinnu­slysi sem batt enda á sjó­manns­fer­il­inn hélt hann áfram því sem hann hafði byrjað á úti á sjó: að smíða end­ur­bætta vara­hluti fyr­ir gaml­ar Baader-vél­ar með það að mark­miði að gera end­ingu, um­hirðu þeirra og notk­un hag­kvæm­ari og ekki síst auka gæði og nýt­ingu fiskaf­urðanna. Það gekk von­um fram­ar og ekki leið á löngu þar til fyrsta bol­fisk­flök­un­ar­vél­in í heimi, sem smíðuð var úr ryðfríu stáli og sér­blönduðu plasti, leit dags­ins ljós. Síðan byrjaði bolt­inn að rúlla “ seg­ir Silfá sög­una.

Teikning af afkastamikilli og fjölhæfri vinnslulínu Vélfags í Múrmansk, en …
Teikn­ing af af­kasta­mik­illi og fjöl­hæfri vinnslu­línu Vélfags í Múrm­ansk, en fyr­ir­tækið hef­ur átt í mikl­um viðskipt­um í Rússlandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Í dag fram­leiðir Vélfag og hann­ar tölvu­stýrðar flök­un­ar­vél­ar, haus­ara, roðdrátt­ar­vél­ar og all­an jaðarbúnað til að koma heil­um fiski í flök og áfram­vinnslu. Sérstaða vöru­fram­boðs Vélfags felst ekki síst í því að búnaður­inn sem fyr­ir­tækið fram­leiðir er hannaður til að henta bæði á sjó og í landi, vera áreiðan­leg­ur, ná­kvæm­ur og auðveld­ur í um­gengni við mjög krefj­andi skil­yrði. Í dag starfa hátt í 20 manns hjá Vélfagi auk verk­taka og umboðsmanna.

„Nú eru vél­ar frá okk­ur í öll­um helstu fisk­vinnsl­um lands­ins og í öfl­ug­ustu flakafrysti­tog­ur­un­um. Einnig höf­um við haslað okk­ur völl á alþjóðavísu und­an­far­in ár. Lang­flest­ar vél­arn­ar sem við af­hend­um eru nú að fara í út­flutn­ing fyr­ir vinnslu­skip og land­vinnsl­ur víðsveg­ar um heim­inn, t.d. í Rússlandi, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi, Eystra­saltslönd­um, Suður-Afr­íku, Frakklandi, Írlandi og Nor­egi,“ seg­ir Silfá.

Viðhald og eft­ir­lit yfir netið

Rekst­ur­inn hef­ur gengið vel und­an­far­in miss­eri en eins og með flest önn­ur fyr­ir­tæki setti kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn tölu­vert strik í reikn­ing­inn á síðasta ári. „Óhjá­kvæmi­lega urðu trufl­an­ir á bæði út­flutn­ingi og þjón­ustu og t.d. hef­ur verið mjög erfitt að sinna upp­setn­ing­ar- og viðhalds­ferðum vegna ferðatak­mark­ana. Strax í byrj­un tók­um við far­ald­ur­inn mjög al­var­lega og grip­um til aðgerða bæði til að tryggja að ekki yrði rösk­un á fram­leiðslu og vara­hluta­af­hend­ing­um og að ör­yggi starfs­fólks væri ekki stefnt í hættu,“ seg­ir Silfá.

„Tækni­menn okk­ar gátu samt fylgst vel með vél­búnaðinum hjá viðskipta­vin­um sem eru með nettengd stýri­kerfi í vél­un­um. Einnig nýtt­um ann­ars kon­ar fjar­búnað til að aðstoða viðskipta­vini við viðhald og eft­ir­lit á vél­un­um ef ekki var mögu­legt að koma á staðinn. Stefna Vélfags hef­ur ávallt verið að þjálfa sem best tækni­menn viðskipta­vina okk­ar þannig að þeir verði sem sjálf­bær­ast­ir til að sinna sín­um vél­búnaði og geti þannig tryggt há­marks­gæði og nýt­ingu á auðlind­um hafs­ins með há­tækni­vél­búnaði frá Vélfagi. Þetta er auðvitað einnig sjálf­sagður hluti af því að hafa græn­ar lausn­ir að leiðarljósi og minnka þörf á ferðalög­um og óþarfa sót­spori en skil­ar sér einnig vel í aðstæðum eins og far­ald­ur­inn hef­ur kennt okk­ur.“

Búnað frá Vélfagie r meðal ananrs að finna í Sólbergi …
Búnað frá Vélfagie r meðal an­an­rs að finna í Sól­bergi ÓF. Ljós­mynd/Þ​or­geir Bald­urs­son

Tækni­væðing veit­ir for­skot

„En ástandið gaf okk­ur einnig svig­rúm til að ein­beita okk­ur að stór­um þró­un­ar­verk­efn­um sem við unn­um að og ráðast í hagræðing­ar á borð við að flytja lag­er­inn okk­ar milli starfs­stöðva frá Ólafs­firði til Ak­ur­eyr­ar, styrkja sölu­kerfið, kynn­ing­ar­gögn og fleira sem við lít­um á sem tæki­færi til framtíðar. En auðvitað eru efna­hags­leg áhrif heims­far­ald­urs­ins áhyggju­efni og al­veg tími til kom­inn að skoða þetta ástand í víðara sam­hengi og leyfa fólki að taka þá umræðu.“

Heyra má á Silfá að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki um all­an heim séu samt allt annað en buguð og horf­ir hún björt­um aug­um til framtíðar. „Fólk held­ur áfram að borða fisk og kröf­urn­ar fara bara vax­andi um að nýta nýj­ustu tækni til að bæta nýt­ingu og auka gæði og upp­runa­vott­un hrá­efn­is­ins,“ seg­ir Silfá og minn­ir á að í far­aldr­in­um hafi komið í ljós að tækni­vædd­ustu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in höfðu ákveðið for­skot á þá sem hafa t.d. stólað á ódýrt vinnu­afl frek­ar en fjár­fest­ing­ar í sjálf­virk­um tækj­um.

Breski togarinn Kirkella er meðals kipa með búnað frá Vélfagi.
Breski tog­ar­inn Kirkella er meðals kipa með búnað frá Vélfagi. Ljós­mynd/​UK Fis­heries

„Far­ald­ur­inn hef­ur beint kast­ljós­inu að kost­um þess hafa bæði veiðar og full­vinnslu í sama land­inu. Ekki var leng­ur hægt að stóla á það að senda afl­ann yfir hálf­an hnött­inn í vinnslu í lönd­um til að nýta ódýrt vinnu­afl, eins og í Kína, þaðan sem hann er svo send­ur aft­ur til baka á neyt­anda­markaði. Far­ald­ur­inn varpaði ljósi á ýmsa ókosti þessa fyr­ir­komu­lags og neyt­end­ur urðu meðvitaðri um upp­runa og kol­efn­is­spor vör­unn­ar. Æ fleiri fyr­ir­tæki um all­an heim eru að skipta um gír hvað þetta varðar og horft er meðal ann­ars til ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­ins sem hef­ur vakið mikla at­hygli og er á marg­an hátt til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar hvað þetta varðar. T.d. er rúss­nesk­ur sjáv­ar­út­veg­ur á fleygi­ferð inn í tækni­vædda framtíð að vinna sjálf­ir sitt hrá­efni og hef­ur ráðist í mikla upp­bygg­ingu og fjár­fest­ingu í veiðum og vinnslu­tækni í sam­starfi við ís­lenskt hug­vit og tækniþekk­ingu sem vaxið hef­ur upp af ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi.“

Aðlag­ast með ein­um takka

Silfá seg­ir stjórn­end­ur Vélfags bratta enda spenn­andi verk­efni framund­an. Ný­lega markaðssetti Vélfag flök­un­ar­vél­ina M705 og hef­ur vakið verðskuldaða at­hygli: „Með hágæða tölvu­stýr­ingu trygg­ir vél­in aukna nýt­ingu, meiri flaka­gæði og bæt­ir þannig um­gengni við auðlind­ina og um­hverfið. Með gæða- og stjórn­kerf­inu Take Control í vél­inni er hægt að stýra vél­un­um og stilla á ein­fald­an hátt, jafn­framt því að kalla eft­ir fjöl­breytt­um upp­lýs­ing­um um vinnsl­una í gegn­um not­anda­skjá,“ út­skýr­ir Silfá en með því einu að ýta á takka á skján­um aðlag­ar vél­in sig sjálf­krafa að ólík­um fisk­teg­und­um.

Kerfið mæl­ir hvern fisk með ná­kvæm­um leysi­geisla og still­ir skurðar­hníf­ana í sam­ræmi við það, með því að nota servó-mótora og stærðargreina fisk­inn. Í „Advanced“-út­gáf­unni eru tví­vídd­ar- og þrívídd­ar­skynj­ar­ar sem miðla í raun­tíma gögn­um um lengd, hæð og þyngd fisks­ins sem fer inn og út úr vél­inni og gefa not­and­an­um upp­lýs­ing­ar um nýt­ingu og gæðaeft­ir­lit þar sem mynd­um og upp­lýs­ing­um er streymt beint á skjá­inn. Tækni­menn Vélfags geta auðveld­lega tengt sig inn í kerfið og hjálpað skip­um/​vinnsl­um víðsveg­ar um heim­inn með viðhald gegn­um VPN-teng­ingu.“

Lausnir Vélfags hafa m.a. vakið athygli fyrir áreiðanleika og auðvelda …
Lausn­ir Vélfags hafa m.a. vakið at­hygli fyr­ir áreiðan­leika og auðvelda um­gengni. Ljós­mynd/​Aðsend

Um þess­ar mund­ir bein­ir Vélfag sjón­um sín­um ekki síst að Rúss­lands­markaði enda eru dýr­mæt tæki­færi þar. Í fyrra tók t.d. sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í Murm­ansk í notk­un nýja og full­komna fisk­vinnslu þar sem tölvu­stýrðar flök­un­ar-, haus­ara- og roðdrátt­ar­vél­ar Vélfags vinna sam­an í heild­ar­lausn með af­kasta­getu upp á 15 tonn af afla á klukku­stund. Í verk­smiðjunni eru meðal ann­ars nýj­ustu M521-haus­ara-/​klumbu­vél­arn­ar frá Vélfagi sem þróaðar voru í sam­vinnu við þessa rúss­nesku vinnslu. M521 get­ur bæði hausað fisk­inn með og án klumbu og tekið klumb­una af hausuðum fiski (H&G). „ Klumb­an fer þá alltaf af en ef klumba fylg­ir fiski inn í flök­un veld­ur það und­an­tekn­ing­ar­laust skemmd­um og nýt­ing­ar­falli á verðmæt­asta hlut­an­um af flak­inu og jafn­vel einnig á þeim flök­um sem á eft­ir því koma.“

Nú eru yf­ir­stand­andi samn­ingaviðræður við aðrar öfl­ug­ar vinnsl­ur í Rússlandi um verk­efni sem þegar hafa vakið áhuga hjá fleiri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um þar í landi sem fyr­ir­mynd fyr­ir nýj­ar vinnslu­lausn­ir og þess hvers vinnslu­búnaður­inn frá Vélfagi er megn­ug­ur. Stefn­an er að þessi og fleiri verk­efni muni ryðja leiðina fyr­ir enn frek­ari út­rás fyr­ir­tæk­is­ins á þenn­an markað.

Ný vinnslu­lína til Írlands

Fyr­ir­tækið hef­ur síðustu miss­eri vaxið tölu­vert, aukið af­köst­in og byggt upp öfl­ug­an grunn fyr­ir metnaðarfull þró­un­ar­verk­efni næstu mánuði. „Á rúmu ári af­hent­um við 25 vél­ar og í þess­um töluðu orðum erum við að skila heilli vinnslu­línu til Írlands og önn­ur verður fljót­lega af­hent þangað til viðbót­ar. Við höf­um verið í sam­vinnu við BIM og írska fisk­fram­leiðend­ur síðustu tvö ár um þróun á vél­búnaði sem hent­ar þeirra hrá­efni, smærri og viðkvæm­ari fiski en þeim sem við erum t.d. vön að vinna með á norður­slóðum,“ seg­ir Silfá. „Þar þarf búnaður­inn að vera jafn­víg­ur á 500 gramma smá­fisk og 5 kílóa fisk af mis­mun­andi teg­und­um. Þarna hent­ar ein­mitt M705-flök­un­ar­vél­in mjög vel enda fær um að aðlag­ast breyti­legu hrá­efni á auga­bragði.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: