Frystihús Samherja á Dalvík nýtir bæjarlækinn

Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts, segir hugmyndina um að …
Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts, segir hugmyndina um að nýta bæjarlækinn á Dalvík til kælingar í frystihúsi Samherja á Dalvík. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Guðmund­ur H. Hann­es­son hóf á síðari hluta síðasta árs störf sem fram­kvæmda­stjóri Kæl­ismiðjunn­ar Frosts, en hann er eng­inn nýgræðing­ur í grein­inni enda tók Guðmund­ur þátt í að stofna fé­lagið árið 1993. Hann seg­ir það hafa verið mikla áskor­un að taka þátt í upp­setn­ingu nú­tíma frysti­húss eins og það sem var reist fyr­ir Sam­herja á Dal­vík.

Þetta var auðvitað risa­verk­efni hjá Sam­herja og þessi hluti verk­efn­is­ins var boðinn út á evr­ópska efna­hags­svæðinu. Það fór þá mikið útboðsferli í gang og vor­um við í sam­keppni við stóra keppi­nauta meðal ann­ars í Dan­mörku og Þýskalandi,“ seg­ir Guðmund­ur sem tel­ur viður­kenn­ingu fyr­ir fyr­ir­tækið að hafa verið valið í verkið.

„Við stóðum sem bet­ur fer uppi sem sig­ur­veg­ar­ar og vald­ir út frá þessu útboði. Það eru menn bæði að horfa til lausn­ar­inn­ar sem er verið að bjóða, þeim var mjög um­hugað um góða lausn og gott nýt­ing­ar­hlut­fall og lág­an rekstr­ar­kostnað.“

Hann seg­ir það aðeins lít­inn bút af heild­arpakk­an­um að hafa hlotið verk­efnið því strax tók við heilt ár í hönn­un­ar­vinnu enda marg­ir mis­mun­andi aðilar sem koma að hús­inu í heild. „Það var mikið verk bara að koma sam­an heild­ar­lausn­inni því þetta spannaði all­an kæli- og frysti­búnað í hús­inu. Það þarf mikla samþætt­ingu við aðra verkþætti svo það verði ekki árekstr­ar.“

Mik­il end­ur­nýt­ing­ar­krafa

Spurður hvað standi sér­stak­lega upp úr í þessu verk­efni svar­ar Guðmund­ur: „Það sem er svo­lítið skemmti­legt þarna er að við erum að nýta bæj­ar­læk­inn í gegn­um Dal­vík til þess að fjar­lægja varma­ork­una sem ekki nýt­ist. Það er gríðarleg end­ur­nýt­ing­ar­krafa á varm­an­um frá frysti­kerf­inu og hann er nýtt­ur til upp­hit­un­ar á öll­um öðrum rým­um húss­ins, en það er alltaf ákveðið hlut­fall sem þarf að kasta út.“

Hann seg­ir þá hug­mynd að nýta læk­inn ekki hafa verið til staðar í upp­hafi held­ur hafi hún fæðst í und­ir­bún­ings­ferl­inu. „Það var fyrst miðað við að kæla með sjó en síðan var sér­stak­lega skoðað hvernig hægt væri að nýta vatnið sem renn­ur þarna fram­hjá frysti­hús­inu. Það tókst að hanna hlut­ina þannig að við þurf­um ekk­ert loft eða sjó, við nýt­um bara bæj­ar­læk­inn. Það er mjög skemmti­legt að þetta skyldi ganga svona vel upp og kerfið keyr­ir veru­lega vel svona.“

Frystihús Samherja á Dalvík.
Frysti­hús Sam­herja á Dal­vík. Ljós­mynd/​Aðsend

Kæl­ismiðjan Frost er í raun alþjóðlegt fyr­ir­tæki með verk­efni víða um heim og hef­ur verið í tölu­verðum vexti und­an­far­in ár, sér­stak­lega í Rússlandi.

„Síðustu fimmtán ár hef­ur verið mjög mynd­ar­leg­ur vöxt­ur hjá fé­lag­inu og hafa er­lend verk­efni auk­ist ár frá ári og þau stækka líka milli ára. [...] Við höf­um tekið þátt í ný­smíðum bæði fyr­ir ís­lensk­ar og er­lend­ar út­gerðir og bygg­ingu nýrra verk­smiðja. Þetta útheimt­ir gríðarlega tækni­lega þekk­ingu,“ seg­ir Guðmund­ur. Sem hluti af er­lendu markaðsstarfi munu meðal ann­ars verða kynnt­ar þær lausn­ir sem hafa verið notaðar í frysti­húsi Sam­herja á Dal­vík, út­skýr­ir hann.

Strang­ir staðlar

Guðmund­ur seg­ir mikla þróun eiga sér stað í kæl­inga­brans­an­um, sér­stak­lega í því að finna leiðir til þess að búa til lausn­ir sem bæði upp­fylla þarf­ir viðskipta­vina og á sama tíma fylgja þeim regl­um sem yf­ir­völd í hverju ríki setja. „Kælimiðlar eins og kolt­ví­sýr­ing­ur og ammoní­ak eru í ákveðnum áhættu­flokk­um. Í Rússlandi er til að mynda ammoní­ak í mjög háum áhættu­flokki og flokk­ast í raun meðal sprengi­efna. Þar eru gríðarlega strang­ir staðlar sem þarf að fylgja í hönn­un­ar­ferl­inu.“

Þá séu sí­fellt að aukast kröf­ur til kæli­kerfa byggðar á lofts­lags­sjón­ar­miðum og bend­ir Guðmund­ur á að tækni sem nýt­ir eldri kælimiðla sé að hopa. Þró­un­in hef­ur verið í þá átt að stöðugt sé að vera að lækka los­un­ar­viðmiðin.

mbl.is/​Gunn­laug­ur
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: