Njáll Trausti vill sæti Kristjáns Þórs

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sækist eftir oddvitasætinu.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sækist eftir oddvitasætinu. Ljósmynd/Íslendingur.is

Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, hef­ur ákveðið að sækj­ast eft­ir odd­vita­sæti list­ans í kjör­dæm­inu í kosn­ing­un­um í haust. RÚV greindi fyrst frá.

Í því sæti var Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, fyr­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar, en hann hyggst ekki leita end­ur­kjörs.

Njáll Trausti var í 2. sæti D-lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi í síðustu alþing­is­kosn­ing­um og er 6. þingmaður kjör­dæm­is­ins. Hann til­kynnti um ákvörðun sína á aðal­fundi kjör­dæm­is­ráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi í morg­un.

mbl.is