Áhrifavaldar skelltu sér á skíði í Tindastóli

Ástrós Traustadóttir, Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Ástrós Traustadóttir …
Ástrós Traustadóttir, Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Ástrós Traustadóttir skelltu sér á skíði í Tindastóli. Samsett mynd

Áhrifa­vald­arn­ir Birgitta Líf Björns­dótt­ir, Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir, Krist­ín Pét­urs­dótt­ir, Ástrós Trausta­dótt­ir, Magnea Björg Jóns­dótt­ir, Hild­ur Sif Hauks­dótt­ir og Ína María Norðfjörð skelltu sér norður á Sauðár­krók um helg­ina. 

Það var mikið fjör hjá stelp­un­um en þær skelltu sér á skíði í Tinda­stóli en á laug­ar­dags­kvöldið héldu Emm­sjé Gauti, Auðunn Blön­dal og Steindi jr. uppi stuðinu á skíðasvæðinu. 

Vin­konu­hóp­ur­inn brunaði norður á stór­um bíl sem rúmaði þær all­ar en þær gistu á Hofs­stöðum Coun­try Hotel. Þá nutu þær alls þess sem Norður­landið hef­ur upp á að bjóða, fóru að borða á Gránu Bistró, fengu sér kleinu­hringi í Sauðár­króks­baka­ríi og skelltu sér í sund á Hofsósi.





mbl.is