Vilja hefja grásleppuveiðar óvenjuseint: 3. apríl

Kolbeinn Ingi Gunnarsson og Rúdólf Jón Árnason á Höllu Daníelsdóttur …
Kolbeinn Ingi Gunnarsson og Rúdólf Jón Árnason á Höllu Daníelsdóttur landa Grásleppu á vertíðinni í fyrra. Ekki er vitað hvenær vertíðin hefst í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) legg­ur til að grá­sleppu­vertíðin að þessu sinni hefj­ist ekki fyrr en 3. apríl. Enn hef­ur ekki verið gef­in út reglu­gerð um til­hög­un veiðanna á þessu ári, en vitað er til þess að grá­sleppu­sjó­menn séu þegar bún­ir að gera ráðstaf­an­ir til að hefja veiðar enda hafa veiðar und­an­far­in ár yf­ir­leitt farið af stað um þetta leyti.

Fram kem­ur í færslu á vef LS að full­trú­ar sam­bands­ins hafi átt fund með sér­fræðing­um í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu í síðustu viku um vænt­an­lega grá­sleppu­vertíð. „Fram kom að ráðuneytið sæi ýmsa ann­marka á að stjórna veiðum með dög­um sem skil­greind­ir væru til veiðitíma þegar net væru í sjó. Kæmu þar við sögu þætt­ir sem tengj­ast eft­ir­liti og mati á sókn­ar­getu.“

Öllum tryggt jafn marga daga

Þá seg­ir að ráðuneytið hafi lagt áherslu á að stjórn­un veiða yrði að tryggja öll­um þátt­tak­end­um í veiðunum jafn­marga veiðidaga og að heild­arafli færi ekki um­fram magn leyfi­legs heild­arafla. En í fyrra varð veðurfar til þess að veiði skipt­ist afar ójafnt milli grá­sleppu­sjó­manna.

Á fund­in­um lagði LS til að veiðar hefj­ist ekki fyrr en 3. apríl og vís­ar sam­bandið til þess að Haf­rann­sókna­stofn­un mun ekki til­kynna ráðgjöf sína fyrr en 31. mars sem ger­ir það erfitt að ákveða fjölda sókn­ar­daga fyr­ir þann tíma. „Við það bætt­ist yf­ir­lýs­ing stærsta kaup­and­ans, Vign­is á Akra­nesi, að hann mundi ekki taka á móti grá­sleppu frá og með 31. mars til og með öðrum í pásk­um 5. apríl.“

Kveðst LS hafa borið upp beiðni sam­bands­ins um að „heim­ilt yrði að skilja grá­slepp­una eft­ir á miðunum að lok­inni aðgerð um borð“. Tel­ur sam­bandið það vera íþyngj­andi fyr­ir grá­sleppu­sjó­menn að koma með fisk­inn að landi ef ekki tekst að gera úr hon­um verðmæti.

Mikl­ar deil­ur

Gríðarleg óánægja var með síðustu vertíð og hef­ur verið kallað eft­ir því að til­hög­un grá­sleppu­veiða verði breytt og hef­ur Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, lagt til að veiðarn­ar verði kvóta­sett­ar til að tryggja auk­inn stöðug­leika.

Mik­ill fjöldi grá­sleppu­sjó­manna af­henti ráðherr­an­um stuðnings­yf­ir­lýs­ingu í des­em­ber, en ekki virðist sem frum­varpið hafi verið af­greitt úr nefnd og því óvíst með þing­lega meðferð þess. Fátt bend­ir til þess að formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður VG, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, styðji áform ráðherr­ans.

Þá var tek­ist á um til­hög­un veiðanna á aðal­fundi LS um hvaða af­stöðu sam­bandið ætti að taka til veiðanna, en vitað er til þess að sum­ir hafi gengið til liðs við Sam­tök smærri út­gerða vegna skiptra skoðana um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða og fleiri atriði.

mbl.is