Gulleit mengun lamar Peking

00:00
00:00

Það er óraun­veru­legt um að lit­ast í Pek­ing, höfuðborg Kína, í augna­blik­inu þar sem stærsti sand­storm­ur sem hef­ur sést í borg­inni í ára­tug hef­ur geysað að und­an­förnu. Flug­sam­göng­ur hafa legið niðri auk þess sem skóla­hald og íþrótt­astarf hef­ur lagst af í borg­inni sem er um­vaf­in gul­leit­um hjúp.

Storm­ur­inn á upp­tök sín í Góbí-eyðimörk­inni og hafa íbú­ar borg­ar­inn­ar þurft að nota hlífðargler­augu og grím­ur til að hylja vit sín fyr­ir sand­in­um og ryk­inu sem hyl­ur borg­ina eins og sést á meðfylgj­andi mynd­skeiði AFP-frétta­veit­unn­ar.

Mengunin í Peking er í hæstu hæðum þessa dagana á …
Meng­un­in í Pek­ing er í hæstu hæðum þessa dag­ana á meðan sand­storm­ur bæt­ist við svifrykið í borg­inni sem er alla jafna mikið. AFP

Skyggni í borg­inni er ein­ung­is í kring­um 500 metra og kín­versk yf­ir­völd hafa greint frá því að ein­hver dauðsföll hafi orðið af völd­um sand­storms­ins. Von­ir yf­ir­valda stóðu til að koma mætti í veg fyr­ir slík­ar ham­far­ir í norður­hluta Kína með gróður­setn­ingar­átaki sem gjarn­an er nefnt „græni múr­inn“ þar sem millj­ón­ir fer­kíló­metra af skóg­lendi hef­ur verið ræktað upp frá alda­mót­um.

Borgarbúar hafa þurft að hylja vit sín.
Borg­ar­bú­ar hafa þurft að hylja vit sín. AFP

Lítið hef­ur rignt eða snjóað að und­an­förnu sem hef­ur skapað þess­ar aðstæður. Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar benda nú á að sand­ur­inn ferðist í of mik­illi hæð til að gróður­setn­ing nái að hafa áhrif á ferðir hans og segja meng­un­ina ekki síst stafa af því að iðnaður lands­ins sé nú kom­inn aft­ur í full af­köst eft­ir hafa legið að ein­hverju leyti niðri vegna Covid-19 og svifryks­meng­un hef­ur auk­ist í takt við þá þróun. 

Kráka á flugi í borginni en víða hefur skyggni þar …
Kráka á flugi í borg­inni en víða hef­ur skyggni þar ein­ung­is verið 500 metr­ar vegna meng­un­ar­inn­ar. AFP
Það er óraunverulegt um að litast í viðskiptahverfi borgarinnar á …
Það er óraun­veru­legt um að lit­ast í viðskipta­hverfi borg­ar­inn­ar á meðan sand­storm­ur­inn geys­ar. AFP
mbl.is