„Í raun ætti enginn að fara á grásleppuveiðar“

Grásleppu landað 2019. Aðsókn í veiðarnar í ár er talin …
Grásleppu landað 2019. Aðsókn í veiðarnar í ár er talin verða mikil þar sem grásleppusjómenn óttast að veiðireynslan verði lögð til grundvallar kvótasetningu. mbl.is/Sigurður Ægisson

Enn er ekki komið á hreint hvenær grá­sleppu­sjó­menn geta hafið veiðar og eru marg­ir þeirra orðnir óþreyju­full­ir enda hef­ur grá­sleppu­vertíðin farið af stað um þess­ar mund­ir und­an­far­in ár. Morg­un­blaðinu er kunn­ugt um að sum­ir hafi jafn­vel látið af öðrum störf­um í sjáv­ar­út­vegi og ráðið fólk í vinnu með vænt­ingu um að veiðar hefj­ist á næstu dög­um.

Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn blaðamanns seg­ir at­vinnuráðuneytið að gert sé ráð fyr­ir að reglu­gerð um grá­sleppu­veiðar árs­ins sé vænt­an­leg í þess­ari viku, en ekki fæst upp­lýst hvenær megi vænta þess að grá­sleppu­sjó­menn geti hafið veiðar.

Pét­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Sól­rún­ar ehf. á Árskógs­sandi í Eyjaf­irði, seg­ir aðstæður nú slík­ar að bú­ast megi við mik­illi sókn í grá­slepp­una á vertíðinni þrátt fyr­ir að aðstæður ættu að vera til þess falln­ar að draga úr áhuga manna á veiðunum.

Pétur Sigurðsson.
Pét­ur Sig­urðsson.

Vilja hefja veiðar seint

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) legg­ur fyr­ir sitt leyti til að grá­sleppu­vertíðin að þessu sinni hefj­ist óvenju seint, 3. apríl. Í rök­stuðningi fyr­ir þess­ari af­stöðu, sem birt­ur hef­ur verið á vef LS, vís­ar sam­bandið til þess að Haf­rann­sókna­stofn­un muni ekki til­kynna ráðgjöf sína fyrr en 31. mars sem ger­ir það erfitt að ákveða fjölda sókn­ar­daga fyr­ir þann tíma.

Auk þess er bent á yf­ir­lýs­ingu sem Vign­ir á Akra­nesi hef­ur sent frá sér, en fyr­ir­tækið er stærsti kaup­andi grá­sleppu­hrogna. Þar kveðst fyr­ir­tækið ekki taka við grá­sleppu frá og með 31. mars til og með 5. apríl.

Gríðarleg óánægja var með til­hög­un veiðanna í fyrra en veðurfar varð til þess að sum­ir gátu veitt mikið en aðrir lítið sem ekk­ert á vertíðinni. Þessi staða var meðal þeirra rök­semda sem Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, lagði til grund­vall­ar þegar hann ákvað að leggja fram að nýju frum­varp sitt um kvóta­setn­ingu veiðanna, en mikl­ar deil­ur hafa verið um slík­ar hug­mynd­ir.

Virðist vera mik­il gjá milli ráðherr­ans og for­manns at­vinnu­vega­nefnd­ar, Lilju Raf­n­eyj­ar Magnús­dótt­ur, í mál­inu og bend­ir flest, ef ekki allt, til þess að frum­varpið fái ekki þing­lega meðferð áður en vertíðin hefst.

Slak­ar for­send­ur vertíðar

Þessi pattstaða í kvóta­setn­ing­unni ger­ir það að verk­um að staða grá­sleppu­veiðanna sé mjög al­var­leg, seg­ir Pét­ur. Hann tel­ur vertíðina hálfónýta vegna markaðsaðstæðna og bend­ir á að 2019 hafi feng­ist um 330 krón­ur á kíló og um 210 krón­ur í fyrra. Þá tel­ur hann lík­legt að verðið nú verði á bil­inu 100 til 150 krón­ur á kíló.

Við markaðsaðstæðurn­ar bæt­ast áform ráðherr­ans um að koma grá­sleppu­veiðunum í kvóta. „Hann hef­ur mætt tölu­verðri and­stöðu í því en ekki gef­ist upp. Marg­ir hafa þá trú að þetta fari í kvóta,“ seg­ir Pét­ur og út­skýr­ir að þess vegna séu mjög marg­ir nú að búa sig und­ir vertíð þrátt fyr­ir lágt verð þar sem marg­ir ótt­ist að veiðireynsl­an á þessu ári verði lögð til grund­vall­ar kvóta­setn­ingu til framtíðar.

„Ásókn­in sem er að fara af stað er marg­falt meiri en hún væri ann­ars. Við vær­um al­veg á báðum átt­um hvort við fær­um ef staðan væri ekki svona. Það er að segja að ef við fær­um ekki á grá­sleppu í ár feng­um við ekki viðmið,“ út­skýr­ir hann.

Grásleppunetin gerð klár.
Grá­sleppu­net­in gerð klár. mbl.is/ÞÖ​K

„Þegar hann (sjáv­ar­út­vegs­ráðherra) setti fram kvótafrum­varpið fyrst var miðað við vertíðirn­ar 2012 til 2018. Þá var sagt að þetta yrði það viðmið sem yrði notað og að það myndi ekki breyt­ast. Þetta var gert til þess að menn myndu ekki hóp­ast af stað. Svo þegar frum­varpið kem­ur aft­ur núna í sum­ar er búið að færa þetta um eitt ár, frá 2013 til 2019. Þá sjá menn að veiðireynsl­an er fljót­andi og á ferðinni.“

Pét­ur seg­ir að und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum myndu færri sækja í grá­sleppu­veiðar þegar verð er óhag­stætt og fleiri þegar verð er hag­stætt. Staðan nú sé sú að marg­ir muni stunda veiðarn­ar þrátt fyr­ir að hafa jafn­vel lítið sem ekk­ert upp úr þeim. „Í raun ætti eng­inn að fara á grá­sleppu­veiðar í ár,“ seg­ir hann og hlær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: