Leki kom upp í farþegabát

Björgunarbáturinn Gísli Jóns var sendur á vettvang.
Björgunarbáturinn Gísli Jóns var sendur á vettvang. Ljósmynd/Landsbjörg

Tvö björgunarskip og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag eftir að leki kom upp í farþegabát norður af Hornströngum en fiskveiðibáturinn Otur er nú kominn með bátinn í tog, að því er Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir í samtali við mbl.is. Átta eru um borð í bátnum.

Veður og sjólag er með ágætum og er gert ráð fyrir að báturinn verði tekinn í tog áleiðis inn í Ísarfjarðardjúp til móts við  björgunarskipin sem munu sjá til þess að klára björgunaraðgerðir.

„Fyrst báturinn er kominn í tog, þá er sem betur fer engin stórkostleg hætta á ferðum,“ segir hann og bætir við að björgunin sanni mikilvægi þess að vaktstöð siglinga vakti báta sem eru á ferðinni.

mbl.is