Loðnuvertíð lokið í Vestmannaeyjum

Hásetarnir Arnar Freyr og Sigurfinnur ánægðir með aflann.
Hásetarnir Arnar Freyr og Sigurfinnur ánægðir með aflann. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Þetta hef­ur verið frá­bær vertíð fyr­ir okk­ur. Fengið svo til blíðu frá fyrsta degi eft­ir að við byrjuðum í hrogn­un­um. Gekk vel að veiða í Faxa­fló­an­um, gott hrygnu­hlut­fall og það var rétt núna í rest­ina sem veðrið fór að stríða okk­ur. Sem bet­ur fer náðum við að klára okk­ar kvóta í gær með veiði hér aust­an við Eyj­ar. Í heild­ina voru þetta um 13.600 tonn sem við feng­um út­hlutuð,“ sagði Eyþór Harðar­son, út­gerðar­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja, um loðnu­vertíðina sem nú er lokið.

Vest­manna­eyj­ar ráða tæp­lega þriðjungi ís­lenska loðnu­kvót­ans sem í ár var liðlega 70 þúsund tonn.

Jafnað milli tryggra kaup­enda

„Við fryst­um 1.600 til 1.700 tonn í heilfryst­ingu og ann­ar afli fór í hrogna­vinnslu sem gekk mjög vel. Það er ljóst að eft­ir­spurn­in er meiri en magnið sem er í boði. Nú þarf að jafna á milli tryggra kaup­enda. Markaður­inn fær ekki nóg þessa vertíðina, hvorki af frystri loðnu né hrogn­um.“

Nótin dregin inn. Baldvin Sigurbjörnsson, fyrsti vélstjóri, hugar að snurpuhringjunum
Nót­in dreg­in inn. Bald­vin Sig­ur­björns­son, fyrsti vél­stjóri, hug­ar að snurpu­hringj­un­um mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Ísfé­lagið ger­ir út þrjú full­kom­in upp­sjáv­ar­skip, Sig­urð VE, Heima­ey VE og Álsey VE bætt­ist við á vertíðinni. „Nýja skipið var smíðað 2003 í Nor­egi, er í mjög góðu ástandi og hef­ur reynst vel. Að landa tvisvar full­fermi á fyrstu vik­unni í rekstri verður að telj­ast gott og ekki hægt að fara fram á meira á skipi sem ný­búið er að kaupa. Burðarget­an er rétt tæp­ir 2.000 rúm­metr­ar og búið full­komn­um kæli­búnaði fyr­ir afl­ann. Von­andi verða not fyr­ir þau á næstu loðnu­vertíð sem lít­ur út fyr­ir að verða góð,“ sagði Eyþór.

Inni­stæða fyr­ir meiri kvóta

„Að mörgu leyti hef­ur vertíðin verið eitt æv­in­týri. Við feng­um blíðu all­an tím­ann, loðnan stór og það hef­ur allt heppn­ast. Hin hliðin er að loðnu­kvót­inn var ekki nógu stór. Nú er staðan þannig að það er til of lítið af frystri loðnu og loðnu­hrogn­um. Það fá ekki all­ir eins og þeir þurfa. Það hefði verið betra að fá 100.000 tonn til viðbót­ar þótt verðmætið hefði ekki verið mikið meira. Það hefði þjónað markaðnum bet­ur. Haldið viðskipta­vin­un­um,“ sagði Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son (Binni), fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, sem er sann­færður um að meiri loðna hafi gengið á miðin en náðist að mæla.

„Hætt­an er eft­ir tvö loðnu­laus ár, all­ar birgðir bún­ar af loðnu og loðnu­hrogn­um og nú litla loðnu­vertíð að marg­ir neyt­end­ur og fram­leiðend­ur snúi sér að öðru. Þá er ekki víst að framtíðin sé björt.“

Mannshöndin kemur hvergi nærri þegar loðnunótin er lögð í kassann …
Manns­hönd­in kem­ur hvergi nærri þegar loðnunót­in er lögð í kass­ann í Sig­urði VE. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Nýt­ing til mann­eld­is er 99,99%

Hlut­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar var rétt um 8.000 tonn og Binni er ánægður með nýt­ing­una. „Af fyrsta farm­in­um hjá Kap sem var um 250 tonn fóru 112 kíló í bræðslu. Það er allt fryst og þegar hrogn­in eru unn­in er það bara hratið sem fer í bræðslu. Ekki einni ein­ustu heilli loðnu er landað í bræðslu þannig að nýt­ing­in til mann­eld­is er 99,99%.“

Vinnslu­stöðin ger­ir út þrjú skip, Kap VE, Ísleif VE og nú Hug­in VE sem fryst­ir afl­ann um borð. „Það var margt fólk á vökt­um sem hef­ur verið eft­ir­sótt vinna enda tekj­ur góðar,“ seg­ir Binni en ekki gekk þrauta­laust að ráða fólk.

Eyþór Þórðarson, vélstjóri á Sigurði VE, fylgist með loðnunni renna …
Eyþór Þórðar­son, vél­stjóri á Sig­urði VE, fylg­ist með loðnunni renna í kælda tanka mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

„Það er merki­legt í þessu at­vinnu­leysi og af sem áður var að Vest­manna­ey­ing­ar vilji ekki taka góðar tarn­ir á vökt­um og ná sér í pen­ing. Það er eins og þeir sem eru á at­vinnu­leys­is­bót­um vilji ekki fara af þeim. Ég vil bara segja það, að kúltúr­inn í Eyj­um hef­ur breyst mikið frá því ég kom hingað. Fyr­ir ekki mörg­um árum var ekk­ert mál að liðka til og all­ir klár­ir. Þannig var það t.d. að krakk­ar í fram­halds­skól­an­um, með góða mæt­ingu og náms­ár­ang­ur, máttu skipta á sig vökt­um til að afla sér auka­tekna. Nú er það ekki hægt,“ sagði Binni að end­ingu.



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: