Þurfa að greiða helming leigunnar

Fosshótel Reykjavík Höfðatorgi.
Fosshótel Reykjavík Höfðatorgi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hafnaði í dag beiðni Foss­hót­els um staðfest­ingu á lög­banni á beiðni Íþöku fast­eigna um greiðslu úr banka­ábyrgð og af hand­veðsett­um reikn­ingi hót­els­ins hjá Íslands­banka vegna van­gold­inna leigu­greiðsla á Foss­hót­eli að Katrín­ar­túni í Reykja­vík. Foss­hót­eli verður gert að greiða helm­ing leig­unn­ar. 

Foss­hót­el krafðist þess einnig fyr­ir dómi að leigu­samn­ingi þeirra við Íþöku, sem gerður var árið 2013, yrði vikið frá að hluta síðustu níu mánuði síðasta árs og að kveðið yrði á um með dómi að fé­lag­inu hafi ekki verið skylt að greiða leigu á tíma­bil­inu. Þá var þess kraf­ist að fyrstu þrjá mánuði þessa árs bæri hót­el­inu að greiða ein­ung­is fimmt­ung leig­unn­ar. 

Í mál­inu hafði Íþaka uppi gagn­kröfu og krafðist þess að Foss­hót­el yrði dæmt til að greiða van­goldna leigu frá apríl til sept­em­ber 2020. 

Í dómi sín­um velti héraðsdóm­ur upp hvort að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn gæti tal­ist til force maj­eure-til­viks, sum­sé að óviðráðan­leg­ur ytri at­b­urður sem leiði til þess að ekki sé hægt að efna samn­ing. 

Sann­girn­is­rök eru að baki þeirri niður­stöðu héraðsdóms að leigu­samn­ingi Íþöku og Foss­hót­els verði vikið til hliðar að hluta, en ósann­gjarnt væri fyr­ir Foss­hót­el að greiða fulla leigu og að sama skapi væri það ósann­gjarnt af Íþöku ef Foss­hót­el greiðir enga leigu. 

mbl.is