Hafnaboltakappinn fyrrverandi Alex Rodriguez flaug til Dóminíska lýðveldisins í gær til að hitta unnustu sína Jennifer Lopez. Fyrir helgi var parið sagt hætt saman en Lopez leiðrétti þann misskilning á sunnudag.
Það virðast þó hafa myndast sprungur í sambandi þeirra en þau eru að vinna í gegnum erfiðleikana að sögn heimildarmanns Page Six. Og hvar er betra að vinna úr sambandserfiðleikum en í sólinni í Dóminíska lýðveldinu?
Lopez er stödd á eyjunni við tökur á kvikmyndinni Shotgun Wedding. Rodriguez birti myndband af ströndum Dóminíska lýðveldisins á Instagram í gær þar sem hann skrifaði: „Gleðilegan mánudag. Ný vika. Nýr dagur. Áfram. Upp.“
Þá birti Rodriguez líka myndir úr einkaþotu sinni.