Grásleppuveiðar hefjast 23. mars

Grásleppuvertíðin hefst á þriðjudag í næstu viku, en veiðar í …
Grásleppuvertíðin hefst á þriðjudag í næstu viku, en veiðar í Breiðafirði hefjast ekki fyrr en 20. maí. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, und­ir­ritaði í gær­kvöldi reglu­gerð um grá­sleppu­veiðar og mun reglu­gerðin vera birt í stjórn­artíðind­um síðar í dag. Þetta staðfest­ir at­vinnu­vegaráðuneytið.

Gert er ráð fyr­ir að hægt verði að grá­sleppu­vertíðin hefj­ist 23. mars, en fram kem­ur á vef Fiski­stofu að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um stofn­un­ar­inn­ar munu grá­sleppu­veiðar í Breiðafirði ekki hefjast fyrr en 20. maí. Þá kveðst Fiski­stofa gera ráð fyr­ir að opna fyr­ir um­sókn­ir um grá­sleppu­leyfi á morg­un 18. mars.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda birti á vef sín­um í gær­kvöldi fregn­ir af reglu­gerðinni og seg­ir þar að leyfi verða gef­in út fyr­ir 25 sam­fellda daga og að leyf­in verða bund­in við ákveðin svæði og veiðitíma­bil, en veiðisvæðin verða sjö tals­ins.

Þá er gert ráð fyr­ir að grá­sleppu­sjó­mönn­um verði heim­ilt að skera úti á sjó enda er mjög erfitt að koma hvelj­um í verð um þess­ar mund­ir. Þetta merk­ir að heim­ilt verður að fleygja grá­sleppu­skrokk­um í sjó­inn eft­ir að sjó­menn hafa hirt hrogn­in, ef ekki fæst kaup­andi að hvelj­un­um.

mbl.is