Guðjón Brjánsson hættir á þingi

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðjón Brjáns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi, mun ekki gefa kost á sér í flokksvali Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kjör­dæm­inu sem fram fer síðar í mánuðinum.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Guðjóni seg­ir að stjórn­mál hafi átt hug hans sein­ustu ár eða frá því hann sett­ist á þing fyr­ir flokk­inn árið 2016. Hann hafi stefnt á að bjóða sig aft­ur fram en síðar fundið að hug­ur fylgdi ekki hjarta. „Mig lang­ar að eyða meiri tíma með minni fjöl­skyldu og fylgj­ast með barna­börn­un­um dafna og þrosk­ast sem ég hef ekki haft nægi­leg­an tíma til að gera,“ seg­ir Guðjón.

Á kjör­tíma­bil­inu hef­ur Guðjón verið fyrsti vara­for­seti Alþing­is, en einnig setið í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd og gegnt for­mennsku í Íslands­deild Vestn­or­ræna ráðsins.

mbl.is