Aðkoma að manndrápsmáli samræmist starfsskyldum

Þrír sitja nú í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins.
Þrír sitja nú í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins. mbl.is

Lögmaður­inn Stein­berg­ur Finn­boga­son seg­ir að aðkoma hans að mann­dráps­mál­inu í Rauðagerði hafi verið í fullu sam­ræmi við starfs­skyld­ur verj­enda.

„Sam­skipti mín og aðkoma að mál­inu voru í fullu sam­ræmi við starfs­skyld­ur verj­enda,“ seg­ir hann og bæt­ir við að mögu­leg sam­skipti við vitni og/​eða aðra sak­born­inga hafi verið í sam­ræmi við það.

Lands­rétt­ur staðfesti á dög­un­um úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að fella úr gildi skip­un Stein­bergs, verj­anda eina Íslend­ings­ins sem er sak­born­ing­ur í mál­inu.

Steinbergur Finnbogason.
Stein­berg­ur Finn­boga­son.

Ekki verið boðaður í skýrslu­töku

Fram kem­ur í úr­sk­urði héraðsdóms að við rann­sókn og úr­vinnslu fjar­skipta­gagna hafi komið í ljós að Stein­berg­ur hafi verið í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga máls­ins bæði fyr­ir og eft­ir að hann var skipaður verj­andi í mál­inu. Einnig kem­ur fram að vitni segj­ast hafa hitt hann og rætt við hann eft­ir að brotið var framið og eft­ir að hann var skipaður verj­andi. Þess vegna tel­ur lög­reglu­stjór­inn á höfuðborg­ar­svæðinu nauðsyn­legt að taka skýrslu af Stein­bergi með rétt­ar­stöðu vitn­is.

Stein­berg­ur seg­ist ekki enn hafa verið boðaður í skýrslu­töku af lög­regl­unni, en rúm vika er liðin síðan úr­sk­urður héraðsdóms þess efn­is lá fyr­ir. 

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Ljót­ur leik­ur lög­reglu“

Spurður hvort úr­sk­urður Lands­rétt­ar hafi komið hon­um á óvart seg­ir hann laga­grein­ina vera mjög opna sem meini mönn­um að velja sér verj­anda ef þeir gætu verið mats­menn eða vitni í máli. Hvað það varðar komi úr­sk­urður­inn ekki á óvart.

„En það kem­ur á óvart að lög­regl­an skuli beita sér með þess­um hætti í ljósi þess að eft­ir því sem ég best veit hef­ur það aldrei orðið þannig að lög­manni sem hef­ur verið meinað að vera verj­andi á þeim grund­velli að hann gæti mögu­lega verið vitni hafi í raun verið vitni,“ seg­ir Stein­berg­ur og bæt­ir við að lög­regl­an hafi beitt þessu úrræði í nokk­ur skipti. „Þetta er ljót­ur leik­ur lög­reglu.“

Þrír sitja nú í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins. Tveir voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald í gær. 

mbl.is