Hlaut níu skotáverka í Rauðagerði

Albanskur maður var myrtur í Rauðagerði um miðjan febrúar.
Albanskur maður var myrtur í Rauðagerði um miðjan febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arm­ando Bequiri, sem var skot­inn til bana fyr­ir utan heim­ili sitt í Rauðagerði laug­ar­dags­kvöldið 13. fe­brú­ar, hlaut níu skotáverka, meðal ann­ars á lífs­nauðsyn­leg líf­færi, höfuð og bol, sam­kvæmt bráðabirgðaskýrslu rétt­ar­meina­fræðings vegna rétt­ar­krufn­ing­ar.

Fjar­skiptamiðstöð rík­is­lög­reglu­stjóra barst til­kynn­ing um meðvit­und­ar­laus­an mann og var hann flutt­ur á bráðamót­töku til aðhlynn­ing­ar. End­ur­lífg­un­ar­tilraun­um var hætt skömmu eft­ir kom­una þangað. Dánar­or­sök var af­leiðing skotáverk­anna sem ann­ar maður veitti hon­um. Á vett­vangi mann­dráps­ins fund­ust níu skot­hylki.

mbl.is

Í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga

Þetta kem­ur fram í úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá 10. mars en í úr­sk­urði Lands­rétt­ar frá föstu­deg­in­um 12. mars er staðfest­ur úr­sk­urður héraðsdóms þar sem felld er úr gildi skip­un Stein­bergs Finn­boga­son­ar, verj­andi eina Íslend­ings­ins sem er sak­born­ing­ur í mál­inu.

Fram kem­ur að við rann­sókn og úr­vinnslu fjar­skipta­gagna hafi komið í ljós að Stein­berg­ur hafi verið í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga máls­ins bæði fyr­ir og eft­ir að hann var skipaður verj­andi í mál­inu. Þá hafa vitni borið um að hafa hitt og rætt við Stein­berg eft­ir að brotið var framið og eft­ir að hann var skipaður verj­andi. Þess vegna tel­ur lög­reglu­stjór­inn á höfuðborg­ar­svæðinu nauðsyn­legt að taka skýrslu af Stein­bergi með rétt­ar­stöðu vitn­is.

Skot­vopnið ófundið

Fram kem­ur í úr­sk­urði héraðsdóms að lög­regla tel­ur ljóst að mann­drápið hafi verið framið í sam­verknaði nokk­urra og jafn­vel með hlut­deild annarra líkt og gögn og um­fang máls­ins bera með sér.

Þá ligg­ur fyr­ir að skot­vopnið sem var notað hef­ur ekki fund­ist en lög­reglu hafa borist fjöl­marg­ar ábend­ing­ar og upp­lýs­ing­ar varðandi það, sem verið er að vinna úr.

mbl.is