Hafa lagt hald á skotvopnið

Albanskur maður var myrtur á heimili sínu í Rauðagerði um …
Albanskur maður var myrtur á heimili sínu í Rauðagerði um miðjan febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu tel­ur sig hafa fundið skot­vopnið sem notað var þegar Arm­ando Bequiri var skot­inn til bana fyr­ir utan heim­ili sitt í Rauðagerði laug­ar­dags­kvöldið 13. fe­brú­ar.

Þetta seg­ir Mar­geir Sveins­son yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is.

„Eft­ir bráðabirgðaniður­stöðu sér­fræðinga má áætla að svo sé; að þetta sé vopnið sem var notað í þessu til­viki,“ seg­ir Mar­geir. Hann vill ekk­ert tjá sig um hvenær lög­regl­an lagði hald á vopnið eða neitt nán­ar um það.

Bequiri hlaut níu skotáverka, meðal ann­ars á lífs­nauðsyn­leg líf­færi, höfuð og bol, sam­kvæmt bráðabirgðaskýrslu rétt­ar­meina­fræðings vegna rétt­ar­krufn­ing­ar.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók fjóra og gerði hús­leit á sex stöðum í um­dæm­inu og utan þess í gær­morg­un en aðgerðirn­ar tengj­ast rann­sókn­inni á morðinu í Rauðagerði.

Mar­geir seg­ir að fólk­inu sem hand­tekið var í gær hafi verið sleppt að lokn­um skýrslu­tök­um og að rann­sókn máls­ins miði al­mennt vel.

Lög­regla tel­ur að mann­drápið hafi verið framið í sam­verknaði nokk­urra og jafn­vel með hlut­deild annarra líkt og gögn og um­fang máls­ins bera með sér. Mar­geir seg­ir að lög­regl­an telji sig vera með þá aðila sem komi hvað mest að mál­inu; meðal ann­ars þann sem framdi morðið.

Lands­rétt­ur staðfesti á dög­un­um úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að fella úr gildi skip­un Stein­bergs Finn­boga­son­ar, verj­anda eina Íslend­ings­ins sem er sak­born­ing­ur í mál­inu. Stein­berg­ur seg­ir að aðkom­an hafi verið í fullu sam­ræmi við starfs­skyld­ur verj­anda og sak­ar lög­reglu um ljót­an leik.

Mar­geir gef­ur lítið fyr­ir þau um­mæli og seg­ir að það hljóti að svara gagn­rýn­inni þegar lög­regla gerði kröf­una um að fella úr gildi skip­un Stein­bergs og héraðsdóm­ur og Lands­rétt­ur staðfestu hana.

mbl.is