24 hafa sótt um grásleppuveiðileyfi

Löndun grásleppu á Húsavík.
Löndun grásleppu á Húsavík. Ljósmynd/mbl.is

Alls höfðu 24 umsóknir fyrir grásleppuveiðileyfi borist Fiskistofu í hádeginu í dag. Einungis fimm leyfi hafa verið gefin út enn sem komið er. 

Flestir hafa sótt um á E-svæði, sem nær frá Skagatá að Fonti á Langanesi, fyrir grásleppuveiðar og þar af eru flestar umsóknir við Eyjafjarðarsvæðið. Ekki er talið óeðlilegt að svo fáar umsóknir hafi borist sem stendur en leyfi virkjast við greiðslu og veðurspáin óhagstæð víða um land.

Fyrir norðan- og vestanvert landið spáir suðvestanfræsingi fram á hádegi á morgun. Lægja á síðan fram á hádegi á fimmtudag þegar hann gengur í austan- og norðaustanhvassviðri.

Lægja á um hádegi á föstudag fyrir Norðausturlandi en spáir áfram hvassviðri fyrir Vestfjörðum.

Heimilt verður að hefja veiðar á grásleppu á morgun, 23. mars, klukkan átta að morgni. Hvert veiðileyfi gildir í 25 daga samfellt og skal bundið við veiðisvæði og veiðitímabil.

mbl.is