24 hafa sótt um grásleppuveiðileyfi

Löndun grásleppu á Húsavík.
Löndun grásleppu á Húsavík. Ljósmynd/mbl.is

Alls höfðu 24 um­sókn­ir fyr­ir grá­sleppu­veiðileyfi borist Fiski­stofu í há­deg­inu í dag. Ein­ung­is fimm leyfi hafa verið gef­in út enn sem komið er. 

Flest­ir hafa sótt um á E-svæði, sem nær frá Skagatá að Fonti á Langa­nesi, fyr­ir grá­sleppu­veiðar og þar af eru flest­ar um­sókn­ir við Eyja­fjarðarsvæðið. Ekki er talið óeðli­legt að svo fáar um­sókn­ir hafi borist sem stend­ur en leyfi virkj­ast við greiðslu og veður­spá­in óhag­stæð víða um land.

Fyr­ir norðan- og vest­an­vert landið spá­ir suðvest­an­fræs­ingi fram á há­degi á morg­un. Lægja á síðan fram á há­degi á fimmtu­dag þegar hann geng­ur í aust­an- og norðaust­an­hvassviðri.

Lægja á um há­degi á föstu­dag fyr­ir Norðaust­ur­landi en spá­ir áfram hvassviðri fyr­ir Vest­fjörðum.

Heim­ilt verður að hefja veiðar á grá­sleppu á morg­un, 23. mars, klukk­an átta að morgni. Hvert veiðileyfi gild­ir í 25 daga sam­fellt og skal bundið við veiðisvæði og veiðitíma­bil.

mbl.is