Nýr Vilhelm í flota Samherja

Fullkomið uppsjávarskip. Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA 11 skríður út úr …
Fullkomið uppsjávarskip. Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA 11 skríður út úr höfninni í Skagen í Danmörku á leið í prufusiglingu. Skipið er væntanlegt heim til Akureyrar síðari hluta næstu viku.

Nýtt skip bæt­ist í flota Sam­herja hf. á næst­unni er nýr Vil­helm Þor­steins­son EA 11 kem­ur til lands­ins. Skipið er full­komið og spar­neytið upp­sjáv­ar­skip og kost­ar 5,7 millj­arða króna til­búið á veiðar, byrj­ar vænt­an­lega á kol­munna vest­ur af Írlandi upp úr pásk­um. Síðan taka við veiðar á mak­ríl og norsk-ís­lenskri síld í sum­ar og von­andi verður góð loðnu­vertíð næsta vet­ur.

Á síðustu árum hef­ur floti Sam­herja og ÚA verið end­ur­nýjaður að mestu, byggt hef­ur verið nýtt og full­komið há­tækni­frysti­hús á Dal­vík og bæði hús og tæki ÚA á Ak­ur­eyri verið end­ur­nýjuð. Kristján Vil­helms­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarsviðs Sam­herja, seg­ir að vissu­lega hafi fjár­fest­ing­ar síðustu ára verið gríðarlega mikl­ar. Ekki sé hins veg­ar hjá því kom­ist ætli menn að reka út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki í fremstu röð.

Í síðustu viku fór nýr Vil­helm Þor­steins­son í prufu­sigl­ing­ar hjá Kar­sten­sens-skipa­smíðastöðinni í Ska­gen í Dan­mörku og gengu þær vel. Í dag er ráðgert að fara í sigl­ingu til að prufa spil­kerfi, fiski­dæl­ur og slíkt. Ef ekk­ert kem­ur upp á verður skipið af­hent Sam­herja og haldið heim á leið. Heim­koma er áætluð síðari hluta næstu viku.

Á all­an hátt full­komið skip

Kristján Vil­helms­son seg­ir nýja skipið vera á all­an hátt full­komið. Aðbúnaður áhafn­ar sé mjög góður hvað varði vinnuaðstöðu, vist­ar­ver­ur og aðra aðstöðu. Klef­ar eru í skip­inu fyr­ir 15 manns auk sjúkra­klefa og gott pláss fyr­ir áhöfn­ina í rúm­góðum borðsal og setu­stofu. Þá er að finna gufubað og lík­ams­rækt um borð í þessu stóra skipi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta nýja skip.

Tæknivætt skip. Skipstjórarnir Birkir Hreinsson og Guðmundur Jónsson í brúnni …
Tækni­vætt skip. Skip­stjór­arn­ir Birk­ir Hreins­son og Guðmund­ur Jóns­son í brúnni í gær­morg­un. Ekki vant­ar tækn­ina um borð þar sem allt er fullt af tölvu­skjám og tækj­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: