Þeir fyrstu hafa lagt grásleppunetin

Við höfnina. Húsvíkingar gera klárt fyrir grásleppuvertíðina á síðasta ári.
Við höfnina. Húsvíkingar gera klárt fyrir grásleppuvertíðina á síðasta ári. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fyrstu grá­sleppu­bát­arn­ir lögðu net­in á miðviku­dag, en fyrsti dag­ur vertíðar­inn­ar var á þriðju­dag. Aðrir ákváðu að bíða átekta, m.a. vegna þess að veðurút­lit er ekki sér­lega gott. Í gær höfðu 19 bát­ar fengið heim­ild til að hefja veiðar.

Rúm­ur þriðjung­ur þeirra er gerður út frá Ólafs­firði, þrír frá Árskógs­sandi og tveir frá Dal­vík. Aðrir röðuðu sér jafnt á eft­ir­talda staði: Bakka­fjörð, Gríms­ey, Greni­vík, Ak­ur­eyri, Hólma­vík, Drangs­nes, Pat­reks­fjörð og Kópa­sker.

Í fyrra mátti byrja veiðar 10. mars og vertíðin var kom­in á nokk­urt skrið þann 24. mars og 56 bát­ar þá farn­ir til veiða.

„Vertíðin nú er hlaðin óvissu þar sem kaup­end­ur og um­sýsluaðilar með grá­sleppu­hrogn hafa enn ekki gefið út verð eða hversu mikið magn þeir þurfa að fá til sín. Búk­ur­inn sem und­an­farn­ar vertíðir hef­ur skilað góðu verði er verðlaus í dag sök­um mik­illa birgða í Kína frá síðustu vertíð. Af þeim sök­um og ýms­um öðrum or­sök­um verður ekki skylt að landa grá­slepp­unni á vertíðinni og lík­legt að þeir sem hafi aðstöðu til muni skera hana úti á sjó,“ seg­ir m.a. á heimasíðu Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: