Boða blaðamannafund út af manndrápi

Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu boðar til blaðamanna­fund­ar í dag klukk­an 14:03 vegna rann­sókn­ar embætt­is­ins á mann­drápi við Rauðagerði í síðasta mánuði. Bein lýs­ing verður frá fund­in­um á mbl.is. 

Vegna nýrra sótt­varn­a­reglna verður um fjar­fund að ræða, en fyr­ir­komu­lag fund­ar­ins verður með sama hætti og upp­lýs­inga­fund­ir al­manna­varna­deil­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og embætt­is land­lækn­is.

Tveir voru á miðviku­dag úr­sk­urðaðir í tíu vikna far­bann, eða til miðviku­dags­ins 2. júní, í Héraðsdómi Reykja­vík­ur að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í þágu rann­sókn­ar henn­ar á dráp­inu á Arm­ando Bequiri sem var skot­inn til bana fyr­ir utan heim­ili sitt í Rauðagerði laug­ar­dags­kvöldið 13. fe­brú­ar. 

Báðir höfðu áður sætt gæslu­v­arðhaldi, en ekki var lögð fram krafa um áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir þeim.

mbl.is