Slitnað hefur upp úr sambandi Matthíasar Tryggva Haraldssonar, leikskálds og söngvara Hatara, og Kristlínar Dísar Ingilínardóttur, blaðamanns á Fréttablaðinu. DV greindi fyrst frá.
Matthías ættu flestir að kannast við en hann sló eftirminnilega í gegn með hljómsveitinni Hatara sem fór fyrir Íslands hönd til Ísraels í Eurovision árið 2019. Hann er með gráðu frá Listaháskóla Íslands í sviðslistum og er nú hússkáld Borgarleikhússins.
Kristlín Dís er blaðamaður hjá Fréttablaðinu og leggur einnig stund á mannfræði við Háskóla Íslands.