Er ástæða til að segja upp Smugusamningnum?

Á síldveiðum í Smugunni. Oft hefur fiskast vel á Smugusvæðinu, …
Á síldveiðum í Smugunni. Oft hefur fiskast vel á Smugusvæðinu, bæði þorskur og aðrar tegundir. mbl.is/Friðþjófur Helgason

Svan­ur Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Bláa hag­kerf­is­ins ehf., spyr hvort ástæða sé til að segja upp samn­ingn­um um veiðar í Smugunni frá 1999 í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag. Seg­ir hann samn­ing­inn ekki end­ur­spegla stöðuna eins og hún sé nú.

Bend­ir Svan­ur meðal ann­ars á að ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki tóku á sig kostnað við leit að loðnunni en er­lend skip fengu að njóta góðs af niður­stöðunni með eng­um til­kostnaði.

Svan­ur Guðmunds­son skrif­ar:

Feng­sæl loðnu­vertíðin en vek­ur spurn­ing­ar

Það er áhrifa­mikið að sjá hvernig ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur náð að vinna úr óvæntri en langþráðri loðnu­vertíð. Eft­ir að hafa orðið að loka starf­semi sinni og sitja uppi með ónýtt­ar fjár­fest­ing­ar tvær loðnu­vertíðir í röð hef­ur verið gam­an að sjá hve vel sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in hafa náð að nýta sér þessa óvæntu vertíð til verðmæta­sköp­un­ar sem allt þjóðarbúið nýt­ur.

Eins og kom fram í Morg­un­blaðinu 9. mars sl. er áætlað að út­flutn­ings­verðmæti loðnu­af­urða eft­ir vertíðina muni nema 22 til 25 millj­örðum króna. Útflutn­ings­verðmæti 10 þúsund tonna, sem norsk skip lönduðu hér­lend­is, eru inni í þess­um töl­um. Eft­ir loðnu­brest í tvö ár var heild­arkvót­inn ákveðinn 127.300 tonn í byrj­un fe­brú­ar. Þá hafði loðnu verið leitað í um­fangs­mikl­um leiðöngr­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa sem lögðu til leit­ar­skip. Á sinn kostnað, vel að merkja. Íslensk út­gerð varð þó að deila ávinn­ingn­um af leit­inni með norsk­um, fær­eysk­um og græn­lensk­um út­gerðum sem höfðu eng­an kostnað af henni. Í hlut er­lendu veiðiskip­ana komu 53 þúsund tonn af 123 þúsund tonna heild­arkvóta. Það má spyrja hve sann­gjarnt þetta fyr­ir­komu­lag er.

Svanur Guðmundsson.
Svan­ur Guðmunds­son.

Þrátt fyr­ir tveggja ára stopp er hægt að undr­ast hve vel veiðarn­ar hafa gengið. Einnig skipt­ir miklu máli að svo virðist sem út­gerðinni sé að tak­ast að gera mik­il verðmæti úr til þess að gera litl­um afla og það segi sína sögu um fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu í vinnsl­unni í landi. Þannig hef­ur tek­ist að heilfrysta nær alla loðnuna og sára­lítið farið í mjölvinnslu.

En það er eitt að veiða og verka afl­ann, það þarf líka að selja hann. Þar nýt­ist ein­stakt sölu og markaðsnet sem ís­lensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in hafa náð að byggja upp. Það sýn­ir kannski bet­ur en margt annað traust í þess­um viðskipt­um að kaup­end­ur bíða í röðum eft­ir ís­lensk­um loðnu­af­urðum þrátt fyr­ir að veiðar hafi legið niðri tvö ár. Það að ná inn loðnu þetta árið var mikið happ svo markaðir töpuðust ekki end­an­lega, því hrogn og loðnu þarf að vera hægt að bjóða á hverju ári. Fyr­ir þessa vertíð voru all­ar birgðir bún­ar.

Annað sem vek­ur upp spurn­ing­ar er hvers vegna samn­ing­ur­inn við Norðmenn og Rússa, sem fyrst var und­ir­ritaður í Pét­urs­borg 15. maí 1999, hafi ekki verið lag­færður með til­liti til aðstæðna í dag. Hann var gerður til að ná samn­ing­um um veiðar í Smugunni fyr­ir alda­mót­in en þá voru verðhlut­föll á milli þorsks og loðnu allt önn­ur en þau eru í dag. Norðmenn tóku ein­hliða upp stjórn á 200 mílna lög­sögu Sval­b­arða. Ákvörðun sem var um­deild og hef­ur ekki verið látið reyna á rétt­mæti þess. Það er ástæða til að taka upp samn­ing­inn um Smuguna því eng­inn samn­ing­ur væri að öll­um lík­ind­um betri en sá sem er við lýði í dag.

Hitt er um­hugs­un­ar­vert, hvernig stóð á því að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in þurftu að beita Haf­rann­sókna­stofn­un þrýst­ingi til að fara til leit­ar að loðnu? Haf­rann­sókna­stofn­un hafði stefnt að leit í janú­ar en út­gerðin taldi að leit­in yrði að hefjast í nóv­em­ber. Er það áhuga­leysi eða fjár­skort­ur sem háir Haf­rann­sókna­stofn­un? Hvort tveggja er hægt að leysa með ein­föld­um hætti. 20-25 millj­arða tekj­ur hefðu getað tap­ast vegna tregðu til að eyða 100 millj­ón­um í rann­sókn­ir. Hver fæst til að svara því?

Höf­und­ur er fram­kvæmda­stjóri Bláa hag­kerf­is­ins ehf.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: