Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundinum.
Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundinum. Ljósmynd/Lögreglan

Játn­ing ligg­ur fyr­ir vegna mann­dráps við Rauðagerði þegar al­bönsk­um karl­manni var ráðinn bani rétt fyr­ir miðnætti 13. fe­brú­ar síðastliðinn.

Þetta kom fram í máli Mar­geirs Sveins­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns á blaðamanna­fundi vegna máls­ins en maður­inn var skot­inn níu sinn­um fyr­ir utan heim­ili sitt við Rauðagerði. Skot­vopnið fann lög­regla í sjó við höfuðborg­ina.

Blaðamannafundur vegna manndráps í Rauðagerði. Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Margeir …
Blaðamanna­fund­ur vegna mann­dráps í Rauðagerði. Halla Bergþóra Björns­dótt­ir lög­reglu­stjóri, Mar­geir Sveins­son yf­ir­lög­regluþjónn og Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir, sviðsstjóri ákæru­sviðs lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Ljós­mynd/​Lög­regl­an

Maður­inn neitaði sök í upp­hafi en játaði þegar hann var kom­inn upp við vegg, eins og Mar­geir orðaði það á fund­in­um. 

Mar­geir sagði játn­ingu passa við gögn og kenn­ing­ar lög­reglu um hvernig at­b­urðarás­in var en þeir sem eru tald­ir eiga mesta aðild að mál­inu eru frá Alban­íu, líkt og hinn látni. Sá sem játaði kom hingað til lands frá Alban­íu fyr­ir sjö eða átta árum.

Mar­geir tók sér­stak­lega fram að fylgst verði áfram með fram­vindu mála varðandi mögu­leg­ar hefnd­araðgerðir eft­ir að játn­ing ligg­ur fyr­ir. Lög­regla tel­ur sig vita ástæðu morðsins en seg­ir ekki til­efni til að upp­lýsa um hana á þess­ari stundu.

Enn frem­ur er talið að fórn­ar­lambið í mál­inu hafi tengst skipu­lagðri brot­a­starf­semi.

mbl.is