Krefjast þess að Helgi verði áminntur

Samherji krefst þess að Helgi fjalli ekki frekar um málefni …
Samherji krefst þess að Helgi fjalli ekki frekar um málefni fyrirtækisins. mbl.is/Sigurður Bogi

Í ljósi niður­stöðu siðanefnd­ar RÚV um að um­mæli Helgi Selj­an um Sam­herja feli í sér al­var­legt brot á siðaregl­um hef­ur fyr­ir­tækið kraf­ist þess að fréttamaður­inn verði áminnt­ur fyr­ir brot í starfi.

Fram kom í um­fjöll­un RÚV um dóm­inn fyrr í dag að niðurstaðan hafi ekki áhrif á störf Helga. 

Sam­herji krefst þess einnig að hann fjalli ekki frek­ar um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins á vett­vangi RÚV og vinni ekki að slíkri um­fjöll­un í sam­starfi við aðra, að því er seg­ir á vef Sam­herja.

Þar kem­ur einnig fram að Rík­is­út­varpið hafi verið dóm­ari í eig­in sök því tveir af þrem­ur nefnd­ar­mönn­um siðanefnd­ar­inn­ar séu skipaðir í Efsta­leiti.

„Má nærri geta hversu hlut­laus niðurstaða slíkr­ar nefnd­ar kann að vera. Engu að síður kemst nefnd­in að af­drátt­ar­lausri niður­stöðu um „al­var­legt brot“ Helga,“ seg­ir á vefn­um.

mbl.is