„Þetta reynir gríðarlega mikið á fólk“

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir að Rauðagerðismálið hafi tekið mjög á …
Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir að Rauðagerðismálið hafi tekið mjög á starfsfólk lögregluembættisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mar­geir Sveins­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir að morðið í Rauðagerði og rann­sókn máls­ins í kjöl­farið, hafi tekið mjög á starfs­fólk lög­reglu. Hann seg­ir að málið sé ekki að fullu upp­lýst og að rann­sókn­in sé enn í gangi. Játn­ing ligg­ur nú fyr­ir í mál­inu og seg­ir Mar­geir að hún komi heim og sam­an við gögn og kenn­ing­ar lög­reglu.

Mar­geir hef­ur áður sagt að al­menn­ing­ur þurfi ekki að ótt­ast þau skipu­lögðu glæpa­öfl sem eru að verki í mál­um á borð við Rauðagerðismálið. Hann seg­ir hins veg­ar að grípa hafi þurft til aðgerða vegna þess að skugga­leg­ir aðilar áreittu starfs­fólk embætt­is­ins. Spurður út í þetta seg­ir Mar­geir:

„Við erum alltaf á varðbergi með það og fylgj­umst með hverju öðru.. Ef við verðum þess áskynja að svo er þá gríp­um við til viðeig­andi ráðstaf­ana, því ef við erum out þá veit ég ekki hvernig þetta myndi fara. Við gríp­um þá strax til og það hef­ur verið gert. Við höf­um skynjað það að það hef­ur verið, til að mynda í kring­um þetta mál, að starfs­mönn­um embætt­is­ins hafi verið fylgt eft­ir og svona verið að láta vita að þeir [glæpa­menn] séu til. Það er ekk­ert laun­unga­mál.“

Hef­ur lög­reglu­mönn­um verið hótað?

„Ég hef ekki orðið var við það í tengsl­um við þessa rann­sókn, nei.“

Mar­geir seg­ir jafn­framt að Rauðagerðismálið hafi tekið mjög á starfs­fólk sitt. Ekki aðeins vegna þess hve óhugna­leg­ur glæp­ur var þar fram­inn, held­ur einnig vegna auk­ins álags síðustu vik­ur og mánuði.

„Þetta reyn­ir gríðarlega mikið á fólk,“ seg­ir Mar­geir.

„Þetta hef­ur kallað á gríðarlega mikla viðveru. All­ir þurfa að koma um borð.“

Blaðamannafundur vegna manndráps í Rauðagerði. Halla Bergþóra Björnsdóttir, Margeir Sveinsson …
Blaðamanna­fund­ur vegna mann­dráps í Rauðagerði. Halla Bergþóra Björns­dótt­ir, Mar­geir Sveins­son og Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir. Ljós­mynd/​Lög­regl­an

Játn­ing­in gild en málið ekki upp­lýst

Eins og fyrr seg­ir er rann­sókn Rauðagerðismáls­ins enn í full­um gangi – og hún geng­ur vel að sögn Mar­geirs. Hann seg­ir að skipta megi mál­um sem þess­um og rann­sókn­um á þeim, í þrjú stig.

„Við telj­um málið ekki vera upp­lýst. Við erum að skoða þenn­an mögu­leika hvort þetta hafi verið með ein­hverj­um skipu­lögðum hætti. Við get­um skipt þessu niður í þrjú stig: Það er planið að fram­kvæma verkið og hvernig það er gert, núm­er tvö er að fram­kvæma verkið og núm­er þrjú er hvert planið er efti­rá. Við telj­um okk­ur hafa upp­lýst um stig núm­er tvö en við erum ennþá að rann­saka planið fyr­ir og eft­ir, skipu­lagið fyr­ir og eft­ir morðið.“

Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt 13. febrúar …
Arm­ando Beqirai, var myrt­ur fyr­ir utan heim­ili sitt 13. fe­brú­ar síðastliðinn. Hann skil­ur eft­ir sig konu og ungt barn. mbl.is

Hann seg­ir að játn­ing eins þeirra grunuðu sé tek­in gild, vegna þess að hún pass­ar við kenn­ing­ar lög­reglu í mál­inu. Sá sem játaði er Al­bani, landi þess sem var myrt­ur, Arm­ando Bequiri.

Það tíðkast í mál­um sem þess­um, seg­ir Mar­geir, að aðili sem er ótengd­ur mál­inu eða ein­hver ann­ar málsaðila, sem ekki framdi ákveðinn verknað, sé lát­inn taka á sig sök­ina. Eins og kom fram á blaðamanna­fundi um málið og játn­ingu Alban­ans í dag, tíðkast þetta inn­an skipu­lagðra glæpa­sam­taka.

„Játn­ing­in sem er í mál­inu, hún pass­ar við gögn og kenn­ing­ar lög­reglu í mál­inu um hvernig at­b­urðarás­in átti sér stað. Það sem við þekkj­um í mál­um, hér á landi líka, er að það hef­ur komið upp sú staða að ein­hverj­um óviðkom­andi aðila eða ein­hverj­um öðrum aðila sem teng­ist mál­inu er gert að taka verknaði á sig. Það óttuðumst við mjög að myndi ger­ast af því við erum að eiga við allt annað um­hverfi en ein­hverja inn­brotsþjófa, það er miklu meira skipu­lag í kring­um það sem við erum að sjá og höf­um grun um að sé. Þess vegna vilj­um við ekki vera að láta of mikið frá okk­ur af upp­lýs­ing­um.“

Hér má sjá upp­töku af áður­nefnd­um upp­lýs­inga­fundi lög­regl­unn­ar vegna Rauðagerðismáls­ins.

mbl.is