Þýskaland veitir viðbragðssjóði ESB 112 milljarða

Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands.
Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands. AFP

Þýska sam­bandsþingið samþykkti í dag að veita 750 millj­ón­um evra, 112 millj­örðum króna, til viðbraðgs­sjóðs Evr­ópu­sam­bands­ins vegna kór­ónu­veirunn­ar. Neðri deild þings­ins samþykkti frum­varpið í gær og efri deild sam­bandsþings­ins gerði það sömu­leiðis í dag.

Fjár­út­lát Þjóðverja eru hluti af samþykkt allra aðild­ar­ríkja ESB frá í des­em­ber um sam­eig­in­leg fjár­út­lát til handa ESB til árs­ins 2027. Sam­an­lögð fjár­út­lát allra aðild­ar­ríkj­anna til árs­ins 2027 munu hljóða upp á 1,8 bill­jón­ir evra, 270 bill­jón­ir króna (270.000.000.000.000).

„Samþykkt þings­ins er skýrt merki um samt­stöðu og styrk Evr­ópu­ríkja,“ seg­ir Olaf Scholz, fjár­málaráðherra Þýska­lands, og bæt­ir við að mik­il­vægt sé að staða ESB verði góð fjár­hags­lega þegar far­aldr­in­um lýk­ur.

Walter Stein­meier, for­seti Þýska­lands, mun inn­sigla fjár­veit­ingu Þjóðverja þegar hann staðfest­ir frum­varpið fyrr­nefnda með und­ir­skrift sinni. Öfga­hægri­flokk­ur­inn AfD hef­ur þó sagst ætla að freista þess að skjóta frum­varp­inu fyr­ir dóm­stól­um, áður en Stein­meier skrif­ar und­ir.

mbl.is