Ummæli Helga brot á siðareglum

Helgi Seljan í Silfrinu.
Helgi Seljan í Silfrinu. Skjáskot/RÚV

Siðanefnd RÚV hef­ur úr­sk­urðað að nokk­ur um­mæli Helga Selj­an, eins stjórn­anda frétta­skýr­ingaþátt­ar­ins Kveiks, á sam­fé­lags­miðlum um Sam­herja feli í sér al­var­leg brot á siðaregl­um.

Siðanefnd­in vís­ar frá eða met­ur svo að siðaregl­ur hafi ekki verið brotn­ar vegna um­mæla tíu annarra starfs­manna RÚV á sam­fé­lags­miðlum um Sam­herja, að því er RÚV grein­ir frá.

Eng­in efn­is­leg afstaða var tek­in til sjálfs frétta­flutn­ings­ins.

Sam­herji kærði 11 starfs­menn RÚV til siðanefnd­ar. Þar var vísað í þriðju grein siðareglna stofn­un­ar­inn­ar þar sem kem­ur fram að starfs­fólk sem fjall­ar um frétt­ir, frétta­tengt efni og sinn­ir dag­skrár­gerð skuli ekki taka af­stöðu í umræðu um póli­tísk mál og um­deild, þar á meðal á sam­fé­lags­miðlum.

Fram kem­ur í niður­stöðu siðanefnd­ar að fara þurfi með gát þegar tak­mark­an­ir eru sett­ar á tján­ing­ar­frelsi blaða- og frétta­manna í lýðræðisþjóðfé­lagi. Tján­ing­ar­frelsið verði ekki tak­markað af siðaregl­um þannig að ekki sé svig­rúm til að stíga fram og verja starfs­heiður sinn eða frétta­stof­unn­ar.

Þar kem­ur einnig fram varðandi al­var­leika brots Helga Selj­an að taka verður til­lit til þess að ákvæðum siðaregln­anna hef­ur ekki verið beitt fyrr, auk þess sem ekki liggja fyr­ir skýr­ar leiðbein­ing­ar frá RÚV um hvernig frétta­menn skuli hafa tján­ingu sinni á sam­fé­lags­miðlum. Aft­ur á móti er um að ræða ít­rekuð til­vik yfir lang­an tíma og því tel­ur siðanefnd­in brot Helga al­var­legt.

Upp­fært kl. 15.37:

Hef­ur ekki áhrif á störf Helga

Fram kem­ur í um­fjöll­un RÚV um úr­sk­urðinn að niðurstaða siðanefnd­ar hafi ekki áhrif á störf Helga hjá stofn­un­inni. 

„Sam­kvæmt 9. gr. reglna um siðanefnd Rík­is­út­varps­ins seg­ir að ef niðurstaða nefnd­ar­inn­ar bendi til þess að um sé að ræða brot í starfi í skiln­ingi laga skuli nefnd­in vekja at­hygli út­varps­stjóra á því. Ekk­ert kem­ur fram í niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar um að það eigi við í um­ræddu til­viki. Niðurstaðan hef­ur því ekki áhrif á störf Helga Selj­an hjá RÚV,“ seg­ir í um­fjöll­un­inni. 

„Rétt er að taka fram að kær­ur Sam­herja til siðanefnd­ar RÚV snú­ast ekki um hvað er satt og rétt í frétta­flutn­ingi RÚV um Sam­herja held­ur hvort skrif frétta­manna á sam­fé­lags­miðlum eru smekk­leg eða ekki. Siðanefnd­in fjallaði ekki um frétt­ir eða frétta­skýr­ing­ar RÚV, efni þeirra eða vinnslu. Niðurstaða nefnd­ar­inn­ar fel­ur ekki í sér neina af­stöðu til frétt­anna. Frétta­stofa RÚV stend­ur við all­an frétta­flutn­ing af mál­efn­um Sam­herja og mun halda áfram að fjalla um fyr­ir­tækið eins og til­efni er til.

Úrsk­urður nefnd­ar­inn­ar er ít­ar­lega rök­studd­ur. Yfir hann verður farið nán­ar af hálfu stjórn­enda RÚV og frétta­stofu eins og eðli­legt er,“ seg­ir einnig í um­fjöll­un RÚV.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina