Strákar, við siglum ekki án sjókorta

Tvíburabræðurnir Baldvin (t.v.) og Vilhelm Þorsteinssynir í Hlíðarfjalli.
Tvíburabræðurnir Baldvin (t.v.) og Vilhelm Þorsteinssynir í Hlíðarfjalli.

Samn­ing­ar um smíði nýs Vil­helms Þor­steins­son­ar voru full­frá­gengn­ir 4. sept­em­ber 2018, en þann dag hefðu tví­bura­bræðurn­ir Bald­vin og Vil­helm Þor­steins­syn­ir orðið 90 ára. Báðir voru þeir þjóðkunn­ir afla­skip­stjór­ar og feður þeirra Þor­steins Más for­stjóra og Kristjáns, fram­kvæmda­stjóra út­gerðarsviðs Sam­herja. Bald­vin lést 21. des­em­ber 1991 og Vil­helm hinn 22. des­em­ber 1993.

Kristján var spurður hvernig gamla skip­stjór­an­um, föður hans, hefði orðið við ef hann hefði átt þess kost að heim­sækja brú nýja skips­ins:

„Hann sigldi með okk­ur á Bald­vin Þor­steins­syni ný­smíðuðum yfir hafið 1992,“ seg­ir Kristján. „Sá gamli fylgd­ist vel með þegar Steini [Þor­steinn Vil­helms­son, bróðir Kristjáns] setti stefn­una eins og GPS-mæl­ir­inn sagði hon­um, en þetta var pínu­lítið tæki. Pabbi gekk um gólf í brúnni í smá­stund áður en hann sagði: „Strák­ar, ég ætla ekki að sigla með ykk­ur yfir hafið án þess að við höf­um sjó­kort.“ Við fund­um sjó­kort, hann stakk út leiðina og teiknaði sín­ar lín­ur eins og hann var van­ur.

Þegar við vor­um hálfnaðir var skipið 30 míl­um norðar en hann hefði siglt. Hann varð að viður­kenna að litla tækið var snjall­ara en hann hélt, því það fór spor­baug en hann beint. Litla tækið fór þar af leiðandi styttri leið.

Nú myndi ég halda að hann spyrði hvar sjó­kort­in væru og svarið við því er að þau eru ekki til, það eru eng­in papp­írskort um borð í Vil­helm. Við erum hins veg­ar með tvö­falt ECD­IS-korta-tölvu­kerfi með inn­byggðum korta- og botnupp­lýs­inga­grunni. Það teikn­ar upp leiðina og ger­ir það ekki bara miðað við haf­flöt­inn held­ur sneiðir fram hjá grunn­um og skerj­um. Í þeim skip­um okk­ar sem hafa tekið þetta kerfi í notk­un eru menn stein­hætt­ir að nota gömlu kort­in,“ seg­ir Kristján.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: