Vinnslustöðin hagnaðist um 800 milljónir króna

Makríll í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Mynd úr safni.
Makríll í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Mynd úr safni. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Rekst­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar hf. skilaði 800 millj­óna króna rekstr­ar­hagnaði á ár­inu 2020 á meðal­gengi þess árs, um er að ræða 5,4 millj­ón­ir evra. Er það um 40% minni hagnaður held­ur en árið áður.

Fram­legð sam­stæðunn­ar (EBITDA) nam 2,3 millj­örðum króna (14,9 millj­ón­um evra) og dróst sam­an um 29% að því er fram kem­ur á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Þetta kom fram á VSV í Vest­manna­eyj­um á fimmtu­dag­inn sl., 25. mars. Ein­ung­is átta manns sóttu fund­inn vegna sam­komutak­mark­ana en aðrir hlut­haf­ar tóku þátt í gegn­um fjar­funda­búnað.

„Útkom­an er viss varn­ar­sig­ur á tím­um þegar margt var mót­drægt og óvenju­lega snúið við að eiga. Mark­miðið var að halda sjó og það tókst,“ seg­ir Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður fé­lags­ins, um rekstr­araf­kom­una í skýrslu stjórn­ar.

Eng­in loðna var veidd í fyrra og humar­veiðar brugðust sömu­leiðis. Mest áhrif á rekst­ur­inn hafði samt veirufar­ald­ur­inn heima og heim­an. Veit­inga­hús og mötu­neyti voru lengst af lokuð á hefðbundn­um markaðssvæðum, at­vinnu­leysi jókst þar og mikl­ar efna­hagsþreng­ing­ar með fallandi kaup­mætti al­menn­ings settu víða strik í reikn­ing­inn seg­ir í til­kynn­ingu Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

mbl.is