Vinnslustöðin hagnaðist um 800 milljónir króna

Makríll í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Mynd úr safni.
Makríll í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Mynd úr safni. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði 800 milljóna króna rekstrarhagnaði á árinu 2020 á meðalgengi þess árs, um er að ræða 5,4 milljónir evra. Er það um 40% minni hagnaður heldur en árið áður.

Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,3 milljörðum króna (14,9 milljónum evra) og dróst saman um 29% að því er fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar.

Þetta kom fram á VSV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn sl., 25. mars. Einungis átta manns sóttu fundinn vegna samkomutakmarkana en aðrir hluthafar tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.

„Útkoman er viss varnarsigur á tímum þegar margt var mótdrægt og óvenjulega snúið við að eiga. Markmiðið var að halda sjó og það tókst,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður félagsins, um rekstrarafkomuna í skýrslu stjórnar.

Engin loðna var veidd í fyrra og humarveiðar brugðust sömuleiðis. Mest áhrif á reksturinn hafði samt veirufaraldurinn heima og heiman. Veitingahús og mötuneyti voru lengst af lokuð á hefðbundnum markaðssvæðum, atvinnuleysi jókst þar og miklar efnahagsþrengingar með fallandi kaupmætti almennings settu víða strik í reikninginn segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar.

mbl.is